Hver er ber að baki...

Bræður okkar Norðmenn hafa sent fulltrúa sína til landsins í löngum bunum á undanförnum vikum. Helst virðast það vera fulltrúar systurflokka Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sem eru að reyna að telja fólki trú um að það sé ekki góð hugmynd að sækja um aðild að ESB.

Út frá þeirra hagsmunum er það eðlilegt. Það gerir þeirra samningsstöðu gagnvart ESB verri að við værum komin inn, enda yrði samningur okkar við ESB notaður sem fordæmi fyrir þann samning sem Norðmönnum byðist næst, samningur sem endurspeglaði okkar hagsmuni en hentaði ekki endilega Norðmönnum.

Sömuleiðis yrði það Norðmönnum erfiðara í samningum um flökkustofna að vera orðnir umkringdir ESB á eina hlið í viðbót.

Þannig að hagsmunir Norðmanna er að við förum ekki inn á undan þeim, helst á eftir og því reyna þeir að hafa áhrif á okkur í þá átt.


mbl.is Norðmenn búa sig undir ESB-umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til hamingju með Sigmund. Ég telfdi við hann þegar hann var unglingur og hann er til alls (góðs) líklegur á vettvangi stjórnmálanna.

Getum við kannski nýtt okkur þessa stöðu í samningum við Norðmenn?

Framsóknarmenn settu mjög ströng skilyrði fyrir inngöngu í ESB.  Ef aðrir flokkar setja jafn ströng skilyrði er aðild ólíkleg. 

Sigurður Þórðarson, 19.1.2009 kl. 10:18

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll og takk.

Skilyrðin sem Framsókn samþykkti eru öll byggð á fordæmum sem aðrar þjóðir hafa fengið fram, með einni undantekningu. Það er samningsforræðið yfir flökkustofnunum.

Gestur Guðjónsson, 19.1.2009 kl. 10:20

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gestur, þú átt eftir að verða ánægður með Simma.

Ég er algerlega ósammála þér.

 Annað tveggja  hef ég misskilið sjávarútvegsstefnu ESB hrapalega, eða  skilyrði Framsóknarflokksins.

 Þriðji möguleikinn og sá líklegasti er sá að þú misskiljir fiskveiðistefnu ESB, sem reyndar er ekki erfitt  því fjölmiðlar hafa afflutt hana líklega af vanþekkingu.

Sigurður Þórðarson, 19.1.2009 kl. 14:54

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Skilyrðið er:„Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.“

Almenn þjóðarsátt er um að tryggja þurfi full yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni í samningaviðræðum.    Mikilvægt er að tryggja forræði Íslendinga á auðlindum landsins í stjórnarskrá eins og framsóknarmenn hafa lagt til í tillögum sínum um auðlindasjóð. Íslendingar geta vísað í nokkur fordæmi varðandi yfirráð yfir fiskveiðilögsögunni.  Má þar m.a. benda á samninga um Azoreyjar, Kanaríeyjar og Möltu.   Einnig er að finna í gildandi reglum ESB hugtök eins og grenndarrétt, veiðireynslu og hlutfallslegan stöðuleika sem styðja við málsstað Íslendinga.

Gestur Guðjónsson, 19.1.2009 kl. 15:15

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gestur, þessar undantekningar sem þú nefnir eru tímabundnar. Hafsvæði ESB landa er skilgreint sem "ESB landhelgi".

Sérréttindi  strandríkja innan 12 mílna eru tímabundin og renna út árið 2012. Menn ættu að varast að leggja að jöfnu reglugerðir og grunnlög sambandsins. Evrópudómstóllinn hefur haft tilhneigingu til að  ógilda reglur og samninga um rétt strandríkja.

Ég er alveg sammála þeim skilyrðum sem þið setjið, þ.e. ef þið eruð ekki að tala um tímabundinn rétt okkar yfir fiskimiðunum. 

Sigurður Þórðarson, 20.1.2009 kl. 00:41

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Enn og aftur er um misskilning að ræða. Misskilning sem er mjög útbreiddur. Misskilningur sem blindaði mig lengi vel.

Orðalagið "að í aðildarsamning standi" og "að í aðildarsamningi sé viðurkennt"... er nefnilega ekki tilviljun.

Undanþágur eru tímabundnar og aðlögun auðvitað líka, en ákvæði sem sett eru inn í aðildarsamninga eru varanleg og haldast, jafnvel þótt aðalsáttmáli ESB breytist eða regluverk þess að öðru leiti.

Gestur Guðjónsson, 20.1.2009 kl. 09:08

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Allt er þetta rétt hjá þér Gestur. Ég vil ekki fullyrða of mikið en mér skilst að jafnvel slíkir samningar séu á verksviði Evrópudómstólsins.  Annað, það hefur enn ekki gerst að samið hafi verið um ótímabundnar undanþágur.

 En er það ekki rétt hjá mér að þið hafið sett fram skilyrði.

Sigurður Þórðarson, 20.1.2009 kl. 19:24

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gestur Guðjónsson, 20.1.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband