Upplýsingafulltrúi Jóns Ásgeirs verður sér til skammar

Þótt ég sé síður en svo stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar og telji að hún eigi að koma sér frá, komi hún sér ekki saman um aðgerðir, þá get ég ekki annað en lýst fullkominni hneykslan á framkomu Sindra Sindrasonar fyrrverandi upplýsingafulltrúa Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Íslandi í dag núna áðan.

Framkoma Sindra gagnvart forsætisráðherra, sem ber EKKI ábyrgð á því hvernig bankarnir höguðu sér, þótt hann hefði ásamt öðrum átt að standa vaktina betur, er með þeim hætti að það er ekki hægt að kalla hann blaðamann.

Spurningar hans voru allar hlutdrægar og gildishlaðnar og í engu samræmi við siðareglur blaðamanna. Eins og að "sjá sóma ykkar í að segja af sér" og svo leyfði hann honum ekki svara hálfri spurningu.

Sindri sýndi ekki Jóni Ásgeiri þessa hörku um daginn, þegar hann var í viðtali, þótt sá maður hafi verið gerandi í bankahruninu, en forsætisráðherra meira áhorfandi.

Þvílík vinnubrögð !!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

http://tourguide.blog.is/admin/blog/?entry_id=778576

Börkur Hrólfsson, 21.1.2009 kl. 19:31

2 Smámynd: Skarfurinn

Segir Dóra litla frænka Geirs HUGLAUSA !

Skarfurinn, 21.1.2009 kl. 19:41

3 Smámynd: Skúli Sigurðsson

Nú er ég sammála þér Gestur, það var Sindra Sindrasyni til minnkunar og skammar hvernig hann lét við forsætisráðherra í kvöld á stöð 2. ef þeir sem ráða ríkjum á fréttastofu stöðvar 2. láta þetta viðtala óáreitt, þá er því fólki treystandi til að stýra svona miðli.

Þetta viðtal Sindra minnir á mótmæli við Hótel Borg þar sem hætt varð útsendingu á Kryddsíldinni og þá Sigmundi Erni ekki skemmt, en hvað nú.

Skúli Sigurðsson, 21.1.2009 kl. 21:00

4 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Strákgreyið... hann var eðlilega bara eins og venjulegur kjölturakki sem geltir og gjammar úr faðmi húsbóndans. Harla ótrúverðug blaðamennska, en eðlileg "hagsmunagæsla" eins og allt er orðið í þessu þjóðfélagi.

Djö... er þetta þjóðfélag orðið sjúkt!

Magnús Þór Friðriksson, 21.1.2009 kl. 22:05

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Geir getur ekki spilað sig ábyrgðarlausan og saklausan áhorfanda.

 Hann bar ábyrgð á einkavæðingarferlinu sem fjármálaráðherra og sem forsætisráðherra bar hann ábyrgð á lagarammanum og  allri stjórnsýslunni s.s. eftirlitsaðilum þ.m.t.seðlabankanum.

Sigurður Þórðarson, 21.1.2009 kl. 22:37

6 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Ég sá ekki þetta viðtal en þeir sem það gerðu og ég hef heyrt í, hafa ákkúrat talað um það sem Gestur segir hér í grein sinni. Ekki góð blaðamennska það!

Katrín Linda Óskarsdóttir, 21.1.2009 kl. 23:47

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"fyrrverandi upplýsingafulltrúa Jóns Ásgeirs Jóhannessonar" Af hverju segir þú fyrrverandi?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.1.2009 kl. 23:52

8 Smámynd: Ari Jósepsson

Hvað gerirðu þessa daganna ertu i frettamenskunni ennþá eða ?

Ari Jósepsson, 22.1.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband