Barbabrella Ögmundar

Það eru skrítnar fréttir að allt í einu sé hægt að lækka útgjöld ríkisins til lyfjamála um einn milljarð króna.

Þegar þetta er skoðað betur, verður að segjast að þetta er meira og minna barbabrella. Ögmundur ætlar einfaldlega að lækka heildsöluverð á lyfjum. Er búið að semja um það? Getur ríkið ákveðið það einhliða?

Svo er ekkert talað um hvaða hópar eiga borga meira fyrir lyfin, en hálfan milljarð á að heimta aukalega af einhverjum hópum.

Svo er VG þegar byrjað að búa til fátæktargildrur, með misskildum aðgerðum, þegar einstaklingum á fullum atvinnuleysisbótum greiði sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar. Þetta ákvæði er ekki tímabundið og minnkar hvatann til fyrir fólk að fá sér vinnu, þar sem það sem aukalega verður eftir í buddunni við að fá sér vinnu minnkar, þegar svona ákvæði eru inni. Það að miða bara við þá sem eru á fullum atvinnuleysisbótum, letur fólk einnig til að vera í hálfu starfi.

Svo opinberast barbabrellan enn og grunnhyggning, þegar viðurkennt er að á þessu stigi sé ekki hægt að áætla kostnað vegna þessarar aðgerðar þar sem ekkert er vitað um atvinnuleysi í lok ársins.

Þannig að það er barasta ekki tekið neitt með.

Erðanú.


mbl.is Lyfjaútgjöld lækka um milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Smári Kristbergsson

Sæll Gestur.

Hver í ósköpunum er svo vitlaus að halda að hann geti lækkað heildsöluverð á einhverri vöru án þess að eiga heildsöluna sjálfur? Ég held að hér sé verið að tala um að kaupa svo kölluð "samheitalyf" sem eru mikið ódýrari en upprunalegu lyfin.

  Það er hræðileg "fátæktargildra" að þeir sem eru atvinnulausir þurfi ekki að borga eins mikið fyrir lyfin sín. Það væri svo góð "hvatning" fyrir þá ef þeir hefðu ekki efni á því að borga lyfin sín og neyddust því til þess að fara að vinna. Ég held að það sé hægt að nota einhvernvegin öðruvísi hvatningu fyrir þá sem eru atvinnulausir.

Augljóst er, jafnvel á þessu stigi málsins, að það sparast heilmiklir peningar með því að kaupa ódýrari lyf.

Ég verð að segja að þessi færsla lyktar svolítið af hægrimanna biturð yfir því að það sé komin vinstristjórn.

Ellert Smári Kristbergsson, 15.2.2009 kl. 19:22

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll Ellert: Ef þetta er aukning á kaupum á samheitalyfjum er það gott mál. En hann lætur alveg eiga sig að útskýra að hann ætli að hækka hlutdeild almennings í lyfjakaupum sem nemur hálfum milljarði og ætlar sér ekkert að draga frá afsláttinn til atvinnulausra, vegna þess að það sé ekki nákvæmlega vitað!!!

Gestur Guðjónsson, 15.2.2009 kl. 21:18

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mér finnst svona hvata kjaftæði frekar heimskulegt þegar litla vinnu er að fá.

Auk þess er nægur hvati fyrir fólk að leita sér vinnu þegar atvinnuleysissjóður tæmist.

Ég skil heldur ekki hvernig menn geta látið sér detta í hug að það sé til staðar einhver hvati að því að hafa 130 í framfærslu en það er lítið um atvinnu sem býður upp á svo bág kjör.

Gestu ég held að þú hafir lesið hagfræði heimskunnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

130 þús

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 22:58

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jakobína. Ég ætla nú rétt að vona að þetta ástand vari nú ekki í mörg ár, þess vegna er afar slæmt að vera að koma þessu inn, því þegar þetta er fyrst komið í lög er erfitt að afnema það.

Atvinnuleysistryggingasjóður mun ekki tæmast, ef mark er á orðum forsætisráðherra takandi, en hennar yfirlýsing var afar skýr um það mál.

Laun fara lækkandi og ef þær krónur sem menn fá í atvinnuleysisbætur duga betur en vinnulaun, vegna afsláttarkjara eins og þessara minnkar þessi hvati. Ef bæta á kjör atvinnulausra er eðlilegra að það sé gert með beinum hætti, ekki með afsláttum hér og þar.

Gestur Guðjónsson, 15.2.2009 kl. 23:03

6 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Akkúrat Gestur - það er verið að tala um samheitalyf.

Einu get ég lofað þér að fólk mun örugglega ekki hanga á atvinnuleysisskrá til þess að fá ódýrari lyf!

Hvílík fásinna.

Þetta eru sömin rökin og notuð eru gagnvart þeim konum sem standa einar að framfærslu sinna heimila.  Einstæðar mæður hafa þær verið nefndar og ku víst vera verri en sjálf Mafían, vegna svindls á kerfi!!!!

Þar sem þú skrifar svo oft af mikili þekkingu þá hefur komið í ljós í skýrslu fjármálaráðuneytisins að þeir sem hafa lægstu launin, greiða hlutfallslega hæstu skattana.  Þá er það svo að þeir sem hafa lægstu launin þurfa iðulega að vinna aukavinnu með og þá koma sko jaðarskattar karlinn minn!

Þetta er gamli úlfurinn hjá þér - og hversu mörg ár tæki það atvinnulaust fólk að ,,svíkja" út atvinnuleysisbætur og lægri lyfjakostnað til þess að það stæðist samjöfnuð þeirra sem arðrændu þjóðina.

Svei þér og skömm sem mannesku!

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 16.2.2009 kl. 14:58

7 Smámynd: Birna Jensdóttir

Heyrði í útvarpinu í gærkvöldi að fullar atvinnuleysisbætur séu hærri en lægstu laun,hver vill þá vinna á lægst launum?Það er sama hvað það er í sambandi við vinnu og bótamál eða skattamál hér á landi það er ekki til neitt hvetjandi.

Birna Jensdóttir, 16.2.2009 kl. 15:52

8 Smámynd: Andrés Jónsson

Gestur. Þetta er ekki rétt. Skil ekki hvernig þú getur verið á móti þessu. Sparnaðurinn stafar fyrst og fremst af því að keypt eru ódýr en jafngóð lyf.

Andrés Jónsson, 16.2.2009 kl. 18:00

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég er ekki á móti því að notuð séu samheitalyf. En að boða 500 milljóna annan sparnað án þess að segja hvaðan hann komi er undarlegt svo ekki sé meira sagt.

Gestur Guðjónsson, 16.2.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband