Eru eðlileg vinnubrögð á Alþingi óeðlileg?
25.2.2009 | 16:09
Þessi læti í Vinstri Grænum og Samfylkingunni í kringum þá stöðu sem kom upp þegar meirihluti viðskiptanefndar vildi bíða með að afgreiða Seðlabankafrumvarpið út úr nefnd þar til frekari gögn hafa borist er birtingarmynd þess óeðlilega ástands sem ríkt hefur á Alþingi undanfarin ár.
Ástands sem þessir flokkar virðast einnig vera blindir á, þótt þeir hafi haft uppi mikil mótmæli og læti, meðan þeir voru ekki í ríkisstjórn.
Flokkarnir virðast nefnilega telja að ríkisstjórnin eigi áfram að ráða öllu, nú þegar þeir eru komnir í stólana. Þeir fóru algerlega á límingunum og frestuðu fundum Alþingis, sem gagnvart erlendum aðilum er talið eitt skýrasta merki um að land sé stjórnlaust.
Í raun hefur Íslandi verið stjórnað undanfarin ár af minnihlutastjórn ríkisstjórnar, sem hefur komið fram eins og einn þingflokkur, sem varinn er falli af þingflokki óbreyttra þingmanna þeirra flokka sem eiga fulltrúa í þeirri ríkisstjórn. Meðlimir í þingflokki ríkisstjórnarinnar sýna hver öðrum mikinn trúnað, meiri trúnað heldur en þeir sýna þingflokki óbreyttra þingmanna.
Mál eru keyrð áfram og ef þau eru hjartans mál ríkisstjórnarinnar, eru þau keyrð áfram með ofbeldi og fullkominni vanvirðingu við löggjafann.
Þegar minnihlutastjórnin er svo orðin formlega að minnihlutastjórn og ekki hægt að keyra mál áfram af vanvirðingu við löggjafann, verður allt vitlaust og allt fer af límingunum!
Loksins þegar Alþingi fer að vinna með eðlilegum hætti er talað um það sem óeðlilegt.
Valdhrokinn og skilningsleysið virðist algert, þrátt fyrir öllu þau orð sem fallið hafa úr munni þessara sömu einstaklinga sem nú gegna hlutverki ráðherra.
Þessu þarf að breyta og það Framsókn vera ein um að skilja.
Fá ráðrúm til að kynna sér skýrsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.