Össur Össur Össur

Þú ert í minnihlutastjórn.

Ef þú kemur ekki fram með mál sem eru í lagi, komast þau ekki í gegnum þingið.

Framsókn hefur lagt fram tillögur í efnahagsmálum í mörgum liðum. Einn þeirra hefur verið gagnrýndur, þ.e. 20% niðurfelling skulda. Sú gagnrýni er á misskilningi byggð, amk hvað heimilin varðar. Annað ekki.

Ríkisstjórnin hefur ekki komið fram með neinar tillögur. Á meðan blæðir heimilunum og atvinnulífinu út.

16.000 atvinnulausir og fjölgar á meðan minnihlutastjórnin, sem hefur takmarkaðan tíma, er að dunda sér við mál sem alveg mega bíða.


mbl.is Sigmundi Davíð boðin sáttahönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Það er erfiðara núna að nota sama brellibragðið og 90% lánahlutfall til íbúðakaup hér um árið. Fókið gleypti við því loforði Framsóknar- með hjálp einkabankanna.

Nú eru svona ódýrar brellur sem 20% niðurfellingu skulda á alla línuna skoðaðar af meiri ábyrgð.  Þessar efnahagstillögur hafa almennt verið kolfelldar- utan Bjarni Benediktsson formannskandidat er þeim jákvæður - enda góður biti fyrir N1 og milljarða skuldaniðurfellingu þar.  Er Sigmundur formaður ekki þar inni  líka ?   

Endilega koma með tillögur sem ekki lenda sem skattaklafi á saklausu fólki í tugþúsundavís....

Árni Páll alþingismaður Samfylkingarinnar hefur svarað  þessu 20 % dæmi- rökstutt.

Sævar Helgason, 3.3.2009 kl. 16:23

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er ónýt stjórn.Hún er framhald fyrri stjórnar.Það á að slíta þinginu sem fyrst og ákveða að flýta kosningum.Til þess hafa Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir meirihluta.

Sigurgeir Jónsson, 3.3.2009 kl. 16:32

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er framsókn í stjórn? Þýðir stuðningur þeirra við minnihlutastjórnina að þeir séu hinir raunverulegu stjórnendur?  Er þetta þinn skilningur á Lýðræði? Skuggastjórn, sem ríkir í skjóli hótanna?  Hvað hyggist þið fyrir? Framsóknarflokkurinn sannar enn og aftur hverslags glæpaklíka hann er og þetta eru síðustu dauðakippirnir. Mark my words.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2009 kl. 18:11

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Guðmundur og Sævar. Lánardrottnar gömlu bankanna hafa örugglega afskrifað mun meira en þessi 50% sem tillögur Framsóknar ganga útfrá. Nýju bankarnir kaupa kröfurnar af gömlu bönkunum á 50% og það væri hreinn þjófnaður af hálfu ríkisins að láta það ekki ganga áfram til þeirra sem greiða eiga kröfurnar. Fer betur yfir það hér.

Gestur Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband