Hlustaðu Jóhanna, hlustaðu - og lestu

Jóhanna Sigurðardóttir staðfestir enn og aftur að hún hefur ekki sett sig inn í tillögur Framsóknar.

Fór í gegnum 20% niðurskurðinn í dag og geri það aftur hér.

20niðurfærslan

 

A: Fyrir hrunið voru íbúðalán landsmanna nokkuð jafnt skipt milli bankanna og Íbúðalánasjóðs, 1.300 milljarðar alls.

B: Við aðskilnað milli gömlu og nýja bankanna var íbúðalánasafn þeirra fært inn í nýju bankanna og það metið á 50% og fengu þeir skuldabréf upp á ca 325 milljarða fyrir. Hitt var afskrifað.

C: Tillaga Framsóknar gengur út á að færa þessi íbúðalán inn í Íbúðalánasjóð, sem hefur þá greitt 975 milljarða yrir 1.300 milljarða lánasafnið.

D: Með því að afskrifa 20% af því safni, á Íbúðalánasjóður enn lausa 65 milljarða til að taka á sig hugsanlega aukin útlánatöp, sem eru jú talsvert minni en ef ekki yrði farið í niðurfærslu. Annað gengur beint til húsnæðiseigenda.

E: Með því að niðurfæra húsnæðislán um 20%, að ákveðnu hámarki fyrir hvern auðvitað, léttist greiðslubyrði íbúðaeigenda sem eykur líkurnar á því að hægt sé að standa í skilum. Fleiri aðgerðir eru einnig í tillögum Framsóknar gagnvart þeim sem ekki ráða við lánin þótt niðurskrifuð væru, þar sem ákveðið hlutfall launa fari í greiðslu á lánum, en það sem upp á vantaði, bættist aftan við lánið.

Þessar tillögur eru skýrar og ganga vel upp.

20% niðurfærsla gagnvart fyrirtækjum og atvinnulífi eru svo sjálfstæðar tillögur sem ég fer betur yfir seinna, en á meðan bíð ég í ofvæni eftir tillögum annarra flokka.


mbl.is Hvar á að taka þessa peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er áhugavert. 

Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia háskóla, er hreinlega ekki sammála þessu. Útskýringar hans er að finna hér

Svo getur auðvitað verið að Jón Steinsson tali hreinlega með rassgatinu á sér. 

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband