Jákvæð umhverfisáhrif bankahrunsins

Fína orðið yfir nægjusemi og nýtni er sjálfbærni, grundvallarorð í allri umhverfisumræðu. Nægjusemi og nýtni eru hugtök sem voru óttalega hallærisleg 2007, en eru núna komin á réttan stall, þannig að í umhverfislegu tilliti hefur bankahrunið afar jákvæð umhverfisleg áhrif.

Magn úrgangs sem berst til urðunar hefur snarminnkað, eldsneytiseyðsla minnkar og öll nýting hluta batnar.

Eins og ég hef áður skrifað, þá er árið 2008 líklegast mesta happaár íslensks samfélags. Það á bara eftir að líða svolítill tími áður en það verður almennt viðurkennt.


mbl.is Leikskólar leita allra sparnaðarleiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Ég gæti ekki verið meira sammála þér. Það er algerlega frábært þegar öllu er á botninn hvolft að leiðrétting skuli hafa orðið varðandi þær upphæðir (milljarða á milljarða ofan) sem glumdu í ljósvakamiðlum dag og nótt, því það var aldrei innistæða fyrir þessum ímynduðu peningum.

Þetta er gallinn við tölvurnar, enda ekkert mál að verða ríkur í Excel. Ég hef sjálfur orðið moldríkur þar.

Ég er að finna fyrir verulegum samdrætti í minni starfsemi og þarf að taka mér tak ef ég á að halda húsinu mínu og fjöldkyldunni saman af því gefnu. En ég lít á þetta sem heppilegt. Mátti bara ekki vera degi seinna svo þjófarnir næðu ekki að stela Sparisjóðunum líka, en þeir reyndu mikið að sameinast BYR með alls kyns gylliboðum.

Þetta er nýtt upphaf og nú þarf að koma í veg fyrir að Sjálfstæðismenn selji bankana aftur, en það er það sem Bjarni Benediktsson vill. Hann talar um dreifða eignaraðild upp á sirka 20-25% hlut á mann að hámarki. þá geta þrír aðilar keypt bankann og verið með meirihluta. Það var þá dreifingin.

Ég legg til að bankarnir verði alltaf að minnsta kosti 51% í eigu ríkisins og hámarksiegn aðila utan þess verði 1%. Það væri dreifð eignaraðild. Ef menn vilja svo eiga banka geta þeir bara stofnað þá.

Sjálfstæðismenn vilja líka afhenda kvótann aftur til einkaaðila þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. ER EKKI ALLT Í LAGI spyr maður sig.

Lifðu heill.

Baldur Sigurðarson, 11.3.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er ánægjulegt að dregið hafi úr neyslu en Íslendingar hafa sýnt svo um munar að fjölmörg úrræði eru til að berjast gegn kreppunni t.d. með nýsköpun í atvinnulífinu sem og hugmyndum um kreppulánasjóð og með þeim fjölmörgu sparnaðaraðgerðum sem hafa verið kynntar.

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband