Illfærar leiðir að sameiginlegu markmiði

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa hver um annan þveran gagnrýnt efnahagstillögur Framsóknar.

Samt hafa þeir ekki komið fram með neinar þær tillögur sem gætu betur náð þeim markmiðum sem allir hljóta að vera sammála um, að reyna að bjarga eins mörgum heimilum frá hörmungum gjaldþrots.

Sú eina umræða sem fram hefur komið frá stjórnarflokkunum er að skoða beri aðstæður hvers og eins. Ekkert hefur komið fram um hvernig eigi að skoða þær eða hvaða úrræðum eigi að beita. Þessi Flanagan tók einmitt skýrt fram að það þó leið sem væri örugglega ófær.

Hvort það að fara nákvæmlega í 20% niðurskurð, með hámarki niðurfellingar á hvern og einn sé besta leiðin veit ég ekki. En meðan engin kemur fram með neinar aðrar tillögur er það besta tillagan sem fram hefur komið.

Það er kjarkleysi hins öfundsjúka og hugmyndasnauða að gagnrýna tillögurnar án þess að benda á aðrar betri.

Það er nefnilega engin tillaga í þessum málum algóð. Þær eru bara misjafnlega illfærar.


mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband