Össur tapar rússneskri kosningu

Össur Skarphéðinsson var einn í framboði í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Af einskærri lýðræðisást tilkynntu Jóhanna og Össur að 1. og 2. sætið væru frátekin fyrir þau á blaðamannafundi.

Samt fær Össur einungis þriðjung atkvæða í 1.-2. sætið af þeim atkvæðum sem búið er að telja.

Ef önnur atkvæði eru á sömu leið er hann einn fárra stjórnmálamanna sem hafa tapað rússneskri kosningu.

Það hljóta að teljast skýr skilaboð.


mbl.is Röðin óbreytt hjá Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var nú fullt af fólki sem bauð sig fram í efstu sætin. Minni á að Valgerður Bjarna, Jón Baldvin, Pétur Tyrfings og fleiri buðu sig fram í 1 til 8  sæti þannig að þetta er ekkert skrýtið Held að Össur sé alls ekki umdeildur en það höfðu allir frambjóðendur möguleika á að bjóða sig fram gegn honum. Þetta er því langt frá því að vera rússnesk kosning.

Er Sigmundur ekki búinn að ákveða að vera í efsta sæti í Reykjavík norður án þess að nokkur félagsmaður hjá framsókn geti haft áhrif á það?

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.3.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það var nú sjálf Ingibjörg Gísladóttir ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur sem tilkynntu að þær ætluðu að taka frá fyrstu tvö sætin fyrir sig, en síðan mátti strákurinn Össur vera með í þriðja sætinu, þetta voru einhverskonar aumingjagæska.  Síðan þegar IG sá að hún hefði ekkert fylgi innan eigin raða ákvað hún að draga sig í hlé.  Var það mjög skilsamlegt af henni.  Þá hélt Össur að hann ætti að flytjast sjálfkrafa upp um eitt sæti, en Sandfylkingin er greinilega ekki einhuga um það.

Það sem vekur furðu er hinsvegar það að Sandfylkingin sé yfirhöfuð með prófkjör.  Ætlaði SF ekki að breyta kosningalögum á þann veg að kosningin sjálf væri einskonar prófkjör ???  Eða átti það ekki við SF, bara alla hina ???

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.3.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Hefði samkeppnislög náð yfir uphaflegt samráð Ingibjargar og Jóhönnu um "útdeilingu" þriggja efstu sæta á listan Samfylkingarinnar í Reykjavík, hefði þær verið kærðar fyrir ólöglegt samráð.

Svo voru menn og aðallega að tala um ný vinnubrögð í stjórnmálum, allt upp á borðið, gagnsætt kerfið o.s.frv.! Hvað heitir þá "gamaldags" pólitík hjá þessum vinkonum?

Jónas Egilsson, 14.3.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband