Auðvelt fyrir Sunnlendinga

Sjálfstæðismenn hafa með vali sínu á framboðslista gert Sunnlendingum lífið þægilegra, þá sérstaklega Árnesinga. Lista Sjálfstæðismanna munu margir eiga auðvelt með að velja frá, eins og hann er mannaður, þrátt fyrir glæsilegan forystumann.

Pólitískt líf Árna Johnsen hlýtur að verða sérstakt námskeið í stjórnmálafræðikennslu framtíðarinnar, en sunnlenska íhaldið er algerlega ótrúlegt þegar kemur að honum.

En valið á Árna og sú ómaklega útreið sem Kjartan Ólafsson fékk er mér algerlegamanni óskiljanleg og hlýtur að vekja marga til umhugsunar.


mbl.is Ragnheiður Elín sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það var afspyrnuléleg mæting í prófkjör á suðurnesjum og því er staðan þessi. Ég er samt afskaplega þakklát fyrir að Ragnheiður hafi tekið fyrsta sætið en hlutfall suðurnesjabúa er of lágt miðað við fjölda kjósenda af suðurnesjum. Ég er líka ósátt við að þingmennirnir sem báðir eru hörkuduglegir vinnuþjarkar skuli ekki hafa endað hærra. Kannski var óánægjan meiri á suðurlandi en mér skilst að þar hafi fólki fundist það missa af góðærinu en fá kreppuna.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 15.3.2009 kl. 10:38

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Spái því að það verði mikið um útstrikanir í sjálfum kosningunum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 15.3.2009 kl. 10:40

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég kem allavegana til með að strika út Árna Johnsen, EF ég kýs Sjálfstæðismenn. Sem er alls ekki sjálfgefið, þó ég sé flokksbundinn Sjalli.

Heimir Tómasson, 15.3.2009 kl. 19:51

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég læt þetta ekki stoppa mig í að kjósa rétt. Ég hef einfaldlega enga trú á öðru vali. Ég fer ekki að kjósa hugmyndastefnur sem ég trúi ekki á heldur reyni að vinna þetta innanfrá. Flokkurinn er jú við og það gerist ekkert ef enginn tekur þátt í flokksstarfinu. Komdu frekar með í starfið Heimir.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 15.3.2009 kl. 21:36

5 Smámynd: Dexter Morgan

Já, maður væri allavega alveg klár á því hvað maður ætti EKKI að kjósa, væri maður á kjörskrá á suðurlandi. Það eru þegar of margir glæpamenn inn á þingi.

Dexter Morgan, 15.3.2009 kl. 22:26

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála þér Gestur um að valið geri öðrum flokkum lífið mun auðveldara og breytir útlit forystukonunnar þar engu um, og þó? Það að hafna Kjartani er býsna skiljanlegt í því ljósi að fæstir vita hver maðurinn er. Hver er hann?

Kveðja,

Muggi,.

Guðmundur St Ragnarsson, 15.3.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband