Leiðtogar eiga að tala í lausnum

Ef Silfur Egils er dæmigert fyrir þá umræðu sem í vændum er næsta mánuðinn er enn og aftur að opinberast það algera gjaldþrot sem Samfylkingin stendur frammi fyrir.

Framsókn er eini flokkurinn sem hefur lagt fram tillögur til lausna á þeim bráðavanda sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir og hann er mikill. Ef betri tillögur kæmu fram á borðið, hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins sagt að hann myndi fagna þeim, en á þessum vanda eru engar algóðar lausnir, bara miserfiðar.

Samfylkingunni virðist algerlega fyrirmunað að tala í lausnum. Fylkingin bíður eftir því að aðrir komi með tillögur og leysi málin fyrir þau. Hingað til hefur lausnin verið að tala um ESB. ESB aðild muni leysa allt. Það má meira en vel vera að ESB aðild sé þjóðinni til hagsbóta til lengri tíma litið. En meðan heimilin og fyrirtækin eru á hraðleið í þrot og talið er í dögum og vikum er ekki hægt að syngja ESB sönginn. Umsóknaryfirlýsing gæti alveg hjálpað, en aðild breytir engu.

Fjármálakerfið verður að komast í gang til að fyrirtækin fari ekki í þrot. Þau fyrirtæki sem eru yfirskuldsett en eru annars í góðum rekstri verður að endurfjármagna eða koma í hendur nýrra eigenda, heimilin verða að sjá lausnir á þeim vanda sem þau standa frammi fyrir.

Þessu virðist Samfylkingin algerlega hafa gleymt, í það minnsta Árni Páll Árnason forystumaður flokksins í Kraganum. Ef marka má málflutning hans virðist hún bara vinna að málum sem hugsanlega geta hlýjað henni með stundarvinsældum. Sú hlýja sem kemur af því hlandi þverr fljótt í kuldanum sem í efnahagslífinu er. Þá þarf að míga aftur og aftur og aftur, þar til stækjan stendur af þeim langar leiðir. Stækja gjaldþrots án lausna.

Guðfríður Lilja stóð sig ágætlega og virðist búin að átta sig á því að það þarf að takast á við þau verkefni sem framundan eru. VG hefur að vísu ekki tamið sér að tala í lausnum, sem sést berlega á þeirri algeru persónuleikabreytingu sem Steingrímur J hefur orðið fyrir við að setjast í ráðherrastól, en batnandi mönnum er best að lifa.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir algerri endurnýjun og þarf frið til að endurskilgreina sig. Á meðan hann er óskilgreindur getur hann ekki komið að stjórn landsins, enda vissu væntanlegir samstarfsflokkar ekki við hvernig flokk verið væri að fá til samstarfs. Mannval helgarinnar virðist benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn stefni frá frjálslyndi til íhaldsstefnu og einangrunarstefnu, sem í þeirra munni heitir sjálfstæðisstefna.

 


mbl.is Nýir leiðtogar stíga fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Sjálfstæðisflokkurinn mun mæta til leiks að loknum landsfundi með nýjan formann og vel skilgreinda stefnu í farteskinu, bæði í efnahags- og Evrópumálum.

Mat þitt á Samfylkingunni er nokkuð rétt, nema hvað þú ert svolítið hikandi við að játa eftirsjá ykkar vegna stuðnings ríkisstjórnina. E.t.v. misreiknuðu þig ykkur eitthvað, er það ekki?

Jónas Egilsson, 16.3.2009 kl. 12:55

2 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Hef ekki orðið var við að þær njóti nú mikillar hrifningar í þjóðfélaginu, eru þær kannski bara kostningaáróður ekki lausnir. Framsókn var nú í 12 ár í stjórn og það sem er að hjá okkur í dag er að stórum hluta á þeirra ábyrgð, svo sporin hræða:
 

Haukur Gunnarsson, 16.3.2009 kl. 14:16

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Haukur. Tillögurnar eru ekki lagðar fram sem kosningaáróður, heldur var stuðningur við núverandi minnihlutastjórn bundinn því skilyrði að farið yrði í raunhæfar aðgerðir til bjargar heimilum og fyrirtækjum landsins.

Þeir stjórnmálaflokkar sem gagnrýna tillögur Framsóknar verða að setja sína gagnrýni fram á heiðarlegan hátt. Í því felst að koma fram með gagnrýni á þeim markmiðum sem þeim er ætlað að ná, eða þær leiðir sem lagðar eru til að ná þeim.

Að dæma þær án rökstuðnings er lýðskrum, byggt á minnimáttarkennd og vankunnáttu.

Gestur Guðjónsson, 16.3.2009 kl. 14:40

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég myndi sennilegast kjósa framsókn bara vegna Simma, en vitandi af Alfreð og Halldóri þarna einhverstaðar í bakherbergjunum kemur algerlega í veg fyrir það. Traustið er alveg farið eftir leynimakk og hnífstungur liðinna ára. Það sitja glæpamenn í skjóli þessa nýja fronts og enginn mun kjósa ykkur fyrr en þið sýnið algerlega fram á að þessir gömlu spillingarboltar séu aftengdir flokknum. Raunar ætti að reka þá fyrir þann skaða sem þeir hafa valdið honum.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 16:55

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já mér hugnast hann Sigmundur einstaklega vel, en hugsunin um Alfreð, Finn og Ólaf bak við tjöldin er óbærileg. Getur ekki flokkurinn rekið þessa menn úr flokknum? Þá skal endurskoða minn hug vel og vandlega. Í SIlfrinu bar Sigmundur af öðrum.

Finnur Bárðarson, 16.3.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband