Pervisið fréttamat ljósvakamiðlanna

Ég á ekki orð til að lýsa viðurstyggð minni á þessum Fritzl og gjörðum hans og ætla því ekki að reyna það.

En mér finnst fyrir neðan allar hellur að þurfa að vera með puttann á slökkvitakkanum allan matartímann og í hádeginu til að börnin mín þurfi ekki að heyra og sjá gerðir þessa manns.

Þær eru ekki fyrir börn.

Ég hef áhyggjur af þeim fréttastjórum sem meta það svo að þetta eigi heima í fréttatímum sem börn eru að hlusta á og horfa.

Held að það færi betur að taka meira af þeim jákvæðu fréttum af börnum og dýrum sem hafðar eru í lok 10 fréttanna í staðin fyrir þetta ógeð.


mbl.is Áfram réttað yfir Fritzl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Þar er ég sammála þér. Reyndar má sama segja um krepputalið, dóttir mín átta ára var farin að panikka þegar kom að fréttatímum, því henni heyrðist sem svo að það væri hreinlega allt að fara til fjandans. Að endingu hætti mamma hennar að hafa kveikt á fréttum.

Heimir Tómasson, 17.3.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband