Ljós í myrkrinu

Ég er feginn að sjá að Róbert Wessmann skuli standa undir þeim væntingum sem ég gerði til hans, að hann væri ekki einn af þessum blindu útrásarvíkingum sem fælu sig og sitt í leynifylgsnum.

Hann virðist ætla að starfa áfram á sama grunni og hann gerði áður, sem er jú ótvíræður vitnisburður um að hann hafi verið traustari en margra annarra, svo ekki sé meira sagt.

Ef ekki eru tækifæri til fjárfestinga á Íslandi nú, eru þau aldrei. Vandinn er bara að það er ekkert fjármagn á lausu, en sem betur fer virðist Róbert vera í þeirri stöðu að geta lagt fjármagn í atvinnuuppbyggingu.

Því ber að fagna.


mbl.is Gætu orðið til 300 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Menn geta nú átt leynifylgsni þó þeir ætli að flytja inn spik

Finnur Bárðarson, 20.3.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband