Silkispuni Samfylkingarinnar

Af hverju gat Jóhanna ekki einfaldlega tekið við Samfylkingunni á eigin forsendum og eigin metnaði, sem hún svo sannarlega hefur?

Mér þykir lágt leggjast fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur með því leikriti sem sett hefur verið á svið í tengslum við að hún taki nú við Samfylkingunni. Auðvitað átti hún einfaldlega að tilkynna strax að hún tæki við. Til þess hefur hún allt að bera, en manni býður í grun að spunameistarar hafi tekið völdin en gefist upp vegna ástandsinsi í fylkingunni.

Það að hún komi ekki fram á eðlilegan hátt opinberar að hún sé eini möguleikinn í stöðunni vegna þess að fylkingin er splundruð og þolir ekki alvöru formannskosningu. Lítil endurnýjun á framboðslistum staðfestir það einnig. Það eru allir fastir í sínum skotgröfum og þora ekki að skoða nýja hluti.

Það er leitt að sjá stjórnmálafylkingu í þessu ástandi.


mbl.is Jóhanna svarar kalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Já, berin eru súr.... ;)

Svala Jónsdóttir, 19.3.2009 kl. 23:48

2 Smámynd: Jón Arvid Tynes

Þeir sjá ekkert fyrir loftbólum. En þar fyrir utan þá myndast oft stór skuggi kringum sterka leiðtoga (DO og ISG). Í skugganum vaxa ekki blóm. Þegar sterkir leiðtogar hverfa er bara auðn í kringum þann stað sem þeir stóðu.

Jóhanna er ekki leiðtogi hún er bara dugleg og kraftmikil.

Jón Arvid Tynes, 20.3.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband