Tjöldin falla eitt og eitt

Ástæða þeirrar þungu umræðu og áróðurs í kringum einkavæðingu Búnaðarbankans er nú smátt og smátt að koma í ljós. Það er greinilegt að umræðan var keyrð áfram til að beina sjónum manna frá því hvernig staðið var að sölu Landsbankans, þar sem lægstbjóðanda var seldur bankinn og meira segja þannig að ekki þurfti að greiða hann að fullu.

Búnaðarbankinn var þrátt fyrir allt seldur hæstbjóðanda, þótt auðvitað hefði átt að halda þeirri stefnu sem mörkuð var í upphafi, að selja hann dreift.

Nýttu eigendur Landsbankans ítök sín og eignarhald m.a. sá Björgólfur til þess að helsti talsmaður sinn og verjandi, Agnes Bragadóttir, héldi starfi sínu, þrátt fyrir að ritstjóri Morgunblaðsins hefði sagt henni upp störfum, allt til að halda tjöldunum uppi.

Það tókst þar til bankarnir hrundu...


mbl.is Samson hótaði viðræðuslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ekki ætla ég að verja sölu Landsbankans. Að sjálfsögðu átti að selja hæstbjóðenda. Hitt er áhugavert hverning sá ,,græni" sér sölu Búnaðarbankans

,,þótt auðvitað hefði átt að halda þeirri stefnu sem mörkuð var í upphafi, að selja hann dreift"

Rifjast upp fyrir mér fyrirelstur um ,, flokkseppa"

Sigurður Þorsteinsson, 24.3.2009 kl. 19:28

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvað er áhugavert við það?

Það hefði átt að selja hann dreift

Gestur Guðjónsson, 24.3.2009 kl. 22:31

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gestur, það var bara ekki gert. Framsóknarflokkurinn beitti sér sérstaklega fyrir því að fá þennan bita. Ég velti fyrir mér hversu stór hluti þurfi að glitta í þig, áður en þú áttar þig á því að þú sérð að þú sért í djúpum skít.

Framsóknarflokkurinn hefur ekki á sér spillingarstimpilinn fyrir ekki neitt. Þeir sem vilja reisa við þennan flokk viðurkenna flestir að mjög margt hefur farið úrskeiðis hjá flokknum. Ég held að flokkurinn án spillingarinnar hafi mikilvægu hlutverki að gegna í íslenskri pólitík. Þeir sem verja það sem úrskeiðs fór, vilja Framsóknarflokkinn feigan. Til þess þarf auðmýkt. Hana er ekki að finna í þínum skrifum.

Sigurður Þorsteinsson, 24.3.2009 kl. 23:02

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég er ekki að réttlæta það hvernig var staðið að sölunni á Búnaðarbankanum, en bankinn var þrátt fyrir allt seldur hæstbjóðanda og salan hefur komist í gegnum allar skoðanir, heldur að benda á hvers vegna var látið svona mikið með sölu Búnaðarbankans - svo má böl bæta með því að benda á annað verra.

Ég fer ekki ofanaf því að menn hefðu átt að halda áfram á sömu leið og menn ætluðu að selja í dreifðri eignaraðild, en þó verður að virða þáverandi stjórnvöldum það, að landið var að renna út á tíma að selja bankana skv EES, þannig að eitthvað þurfti að gera og menn voru brenndir af kennitölusöfnun almenningsútboðsins.

En þrátt fyrir það hefði átt að selja dreift.

Gestur Guðjónsson, 25.3.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband