Aðgerðin tókst ekki og læknirinn lést

Þegar farið er af stað með of lítil inngrip sem duga ekki til er oft grínast með að aðgerðin hafi tekist en sjúklingurinn hafi látist. Í tilfelli bankanna sem ætluðu að ganga milli bols og höfuðs á Íbúðalánasjóði tókst aðgerðin ekki, Íbúðalánasjóður hélt sinni stöðu sem lánveitandi til þeirra sem vildi fá örugg lán til að kaupa eðlilega stærð af húsnæði.

Aftur á móti kostaði aðgerðin, að fara inn á markaðinn með 90% - svo 100 % lán án nokkurs hámarks á lánaupphæðina að stöðugleikinn í íslenska efnahagslífinu fór allur á hliðina, krónan fór af stað, verðbólgan í kjölfarið, stýrivextir voru svo hækkaðir til að sprona við henni, sem aftur olli rangri skráningu á gengi, sem aftur jók lánsfjármagn í umferð, nú erlendis frá sem endaði með því að spírallinn hrundi innanfrá og bankarnir með.

Aðgerðin tókst sem sagt ekki en læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina lést.


mbl.is Bankar litu á ÍLS sem óvininn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Blessuð sé minning hans.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.3.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: Stefán Jónsson

Og svo er blátt áfram aumkunarvert að hlusta á einhverja vitleysinga halda því fram að Íbúðalánasjóður, með sínum hóflegu lánum, beri nú mesta ábyrgð á glórulausri þenslunni á höfuðborgarsvæðinu. Bankarnir hafi bara neyðst til að lána svona mikið.

Stefán Jónsson, 24.3.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband