Lágkúrulegasta lágkúra seinni tíma

Árás Davíðs Oddssonar á Sigmund Erni, hversu réttmæt sem hún kynni að vera í annan tíma, í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er líklegast mesta lágkúra sem sést hefur í íslenskum stjórnmálum í seinni tíð.

Hún er skör lægri en lágkúra Össurar Skarphéðinssonar þegar hann spurði hvar heilbrigðisráðherra væri, vitandi að Ingibjörg Pálmadóttir var erlendis að jafna sig eftir áfall.

Sigmundur Ernir missti barn í vikunni.

Við slíkar aðstæður eru menn friðhelgir.

Engin afsökunarbeiðni hefur komið frá Davíð Oddssyni vegna málsins, þrátt fyrir að bloggarar og fésbæklingar hafi gert viðvart um þetta og sómakærir Sjálfstæðismenn hljóta að hafa séð, þótt Davíð hafi ekki gert það, sem ég efa þó, eins vel tengdur og maðurinn er.


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gestur ertu nú alveg viss um að Davíð Oddsson hafi vitað um það áfall. Ætla nú ekki að verja Davíð en menn ættu að fara varlega í svona fullyrðingar, og mjög spuring í hvaða tilgagni.

Sigurður Þorsteinsson, 29.3.2009 kl. 08:51

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Satt er það að Össur var lélegur í tilvitnuðum ummælum. En ég tek undir með Sigurði og efast um að Davíð hafi vitað um ástæður Sigmundar Ernis. Hef reyndar ekki lesið eða heyrt ræðu Davíðs og veit lítið um hvað þarna er rætt. Sjálfur hef ég lengi haft þá skoðun að Davíð sé ekki alveg í andlegu jafnvægi.

Árni Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 10:29

3 Smámynd: Hlédís

Hefur Davíð sýnt fullt andlegt jafnvægi sl. nokkur misseri?  Þeir einir geta svarað er nálægt standa. Undirritaða langar ekkert til að frétta meira.

Hlédís, 29.3.2009 kl. 16:05

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurður og Árni. Það gæti verið að Davíð hafi ekki vitað af þessu fyrirfram, en það getur ekki verið að þeir Sjálfstæðismenn sem lesið hafa um aðstæðurnar hafi ekki látið hann vita.

Þess vegna er afsökunarbeiðnaleysi Davíðs lágkúrulegt.

Gestur Guðjónsson, 29.3.2009 kl. 17:05

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gestur hvaða endemis bull er þetta. Heldur þú að fólk úti í bæ fari að rjúka að Davíð Oddssyni og telja upp fyrir hann öll slys, eða mannslát, af því að hugsanlegt sé að Davíð ætli að halda ræðu.

Sigurður Þorsteinsson, 29.3.2009 kl. 17:52

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurður: Lestu aftur það sem ég skrifaði. Auðvitað getur verið að hann hafi ekki vitað þetta fyrir. En ef þeir sem í kringum hann eru láta hann ekki vita og Davíð bregst ekki við því, er það lágkúra.

Gestur Guðjónsson, 29.3.2009 kl. 20:01

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Davíð naut friðhelgi þegar hann átti við sín veikindi að stríða. Davíð býr ekki yfir slíkri sjálfsagðri háttsemi og sýnir engum vott af virðingu. En það er ekkert nýtt.

Finnur Bárðarson, 29.3.2009 kl. 20:35

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gestur ég las aftur það sem þú skrifðir og þetta er tómt bull.

Sigurður Þorsteinsson, 29.3.2009 kl. 20:54

9 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Hver er tilgangur þinn að tengja þetta saman Gestur? Er hann ekki í annarlegum tilgangi. Aumt að vera að gera mönnum það að ráðast á aðra í svona stöðu vitandi hvað hefur gerst.

Haukur Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband