Össur niðurlægir fyrrum formann Samfylkingarinnar

Samningagerð við erlend ríki er á höndum utanríkisráðherra, nema um það sé sérstaklega kveðið í lögum.

Össur Skarphéðinsson er með orðum sínum um að nú séu samningaviðræður við breta í allt öðrum farvegi, að segja að fyrri ríkisstjórn, sem hann sat sjálfur í og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var utanríkisráðherra í, hafi ekkert gert og allt hafi verið ómögulegt.

Hvað er Össur þar með að segja?

Að Vinstrihreyfingin-grænt framboð sé harðari húsbóndi á Samfylkingunni en Sjálfstæðisflokkurinn?

Er frumkvæði Samfylkingarinnar í ríkisstjórn þá ekkert?

Situr hún bara í ráðherrastólum sínum og klappar fyrir því einu saman?


mbl.is Össur: Samningaviðræður í góðum farvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband