Hlutverk Framsóknarflokksins aldrei brýnna
7.4.2009 | 16:45
Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí frá íslenskum stjórnmálum. Hvuttar sem sitja um jöturnar og bíða eftir molum hjálpa hvuttavinum sínum upp í jötuna yfirgnæfa flokksstarfið á kostnað hugsjónastarfs.
Þegar jatan en tekin frá þeim, hrökklast þeir frá og Sjálfstæðisflokkurinn fær næði til að endurnýja sig hugmyndafræðilega.
Fyrr hefur hann ekkert að gera í ríkisstjórn.
Á stuttum valdatíma Samfylkingarinnar er sama ferli komið af stað, en vonandi nær það ekki að yfirtaka flokkinn enn um sinn, svo hann verði stjórntækur eftir kosningar. Vinkonuvæðing Ingibjargar Sólrúnar var hættulegt vísbending um að þetta ferli hafi verið langt komið, en tíminn á eftir að leiða í ljós hvort aðrir forystumenn hennar séu eins langt leiddir.
Framsóknarflokkurinn hefur undanfarin ár gengið í gegnum endurnýjun vinnubragða, stefnu og forystu og er þess reiðubúin að taka til hendinni í íslensku þjóðlífi, íslenskri þjóð til heilla.
- og hananú
Fjölskyldan með tilsjónarmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það skiptir miklu máli fyrir Framsóknarflokkinn að halda vel á lofti því sjónarmiði sem þú setur fram í síðustu efnisgrein pistilsins. Síðustu árin hefur hann virst hafa það hlutverk helst og fremst að gæta hagsmuna þeirra sem komist hafa yfir mikil verðmæti með því að sitja nálægt kjötkötlunum á réttum tíma. Hér er átt við svonefnt fiskveiðistjórnunarkerfi annars vegar og hins vegar upprisu Sambandsins í formi ýmissa ævintýralegra fyrirtækja.
Brotthvarf þeirra Guðna Ágústssonar og Bjarna Harðarsonar undirstrikar svo hvernig flokkurinn hefur fjarlægst uppruna sinn sem hagsmunavörður bænda og dreifbýlis.
Það verður spennandi að sjá hvort nýir vendir sópa vel í Framsóknarflokknum eða hvort óhreinindin lenda undir teppinu og allt heldur áfram sem fyrr.
Flosi Kristjánsson, 7.4.2009 kl. 17:18
Framsóknarmenn eru með mann í forystu sem þorir að tala og segja hlutina eins og þeir eru - er ekki að fegra neitt.
Ég er þó ekki ekki sammála þér Gestur góður um að forustan hafi verið endurnýjuð. Það er hálfsannleikur. Þá tel ég enn að til að Framsókn nái flugi þurfi stjórnin öll að biðja þjóðina afsökunar á hennar þætti hrunsins, þ.e. vegna einkavæðingar bankanna og miður heppileg tengsl við S-hópinn. Íslendingar eru umburðarlynd þjóð, fús til að fyrirgefa.
Guðmundur St Ragnarsson, 7.4.2009 kl. 17:19
Framsóknarflokkurinn þarf frí frá íslenskum stjórnmálum. Hvuttar sem sitja um jöturnar og bíða eftir molum hjálpa hvuttavinum sínum upp í jötuna yfirgnæfa flokksstarfið á kostnað hugsjónastarfs.
Þessi setning virkar alveg jafn vel í mínum huga.
Sigurður Ingi Jónsson, 7.4.2009 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.