Bakari hengdur fyrir smið

Ef rétt er frá sagt þykir mér ansi hart að gjaldkeri og bókhaldari íhaldsins skuli hengdur fyrir að framfylgja þeim skipunum sem honum voru gefnar.

- og það á föstudaginn langa


mbl.is Andri hættir störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Táknrænt að hengja "bakarann" á þessum degi . . . en hvorki "smið" né "frelsara" . .

. . . . líklega er spásögn og minni Davíðs frá endemisræðunni á Landsfundinum um daginn að koma fram með óvæntum og afar harmrænum hætti  . . . . .

Benedikt Sigurðarson, 10.4.2009 kl. 19:09

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nú? Á hverju byggir þú það Sveinn Elías?

Ef þú hefur eitthvað að byggja þína ályktun á, endilega láttu vita, en hættu þessum upphrópunum ella.

Veit ekki betur en að verið sé að undirbúa opnun þess með því að óska eftir samþykki styrkveitenda á því að þeirra nöfn séu birt.

Það er óheiðarlegt annað en að óska þess samþykkis, enda standa framsóknarmenn við orð sín.

Gestur Guðjónsson, 11.4.2009 kl. 09:42

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var þetta ekki í sönnum anda dagsins þegar Barrabas var frelsi gefið en mannssonurinn upp negldur!

Mesta dramatíkin hefði þó verið ef þeir hefðu upp neglt þann sem um daginn gerði sig að Krists jafningja.

En hvað er ég að þvæla um þetta, maðurinn sem hvorki trúir á Krist eða jafningja hans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.4.2009 kl. 11:41

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Umræðan sýnir betur en margt annað að gerðar eru meiri kröfur til Sjálfstæðisflokksins en t.d. Samfylkingarinnar.

Jónas Egilsson, 11.4.2009 kl. 15:53

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jónas, Samfylkingin var ekki að taka á móti 30 milljón króna framlagi. Svo virðist sem  3ja milljón króna þak Kjartans Gunnars hafi verið nokkuð viðtekið hámark þótt menn hafi verið farnir að teygja það upp í 5 milljónir, en 30 milljónir er algerlega úr takti við allt annað sem í gangi var.

Sveinn, þú heldur hlutunum fram og heykist svo á að koma með nokkuð þínu máli til staðfestingar.

Gestur Guðjónsson, 12.4.2009 kl. 09:33

6 Smámynd: Jón Daníelsson

Svei mér þá ef Jónas hittir ekki einmitt naglann á höfuðið. Kannski eru einmitt meiri kröfur gerðar til Sjálfstæðisflokksins. Þessum kröfum er svo fylgt eftir með fjárframlögum í réttu hlutfalli ...

Jón Daníelsson, 12.4.2009 kl. 20:55

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sveinn: Hvað segir þú þá?

Gestur Guðjónsson, 12.4.2009 kl. 22:50

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hverjir eru þeir þræðir?

R-listinn, undir formennsku Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur í skipulagsráði samþykkti Höfðaborgarskipulagið. Óskar Bergsson var ekki í neinni nefnd borgarinnar á þeim tíma. Hann var í skóla.

100 daga meirihlutinn, undir forystu Dags B Eggertssonar, staðfesti leigusamning borgarinnar í Höfðatorgi og jók við hann.

Gestur Guðjónsson, 13.4.2009 kl. 00:47

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég segi það sama og áður.

Hvaða tengsl og skuldbindingar heldur þú að aðrir borgarfulltrúar hafi. Ég veit ekki betur en að Óskar hafi keyrt afar hófsama kosningabaráttu, öfugt á við marga S, VG og D

Gestur Guðjónsson, 16.4.2009 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband