Það sem gerðist um páskana...

...var aðgerð annars arms Sjálfstæðisflokksins til að koma í veg fyrir að Guðlaugur Þór Þórðarson yrði formaður Sjálfstæðisflokksins eftir 2 ár.

Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn horfir fram á lélegustu niðurstöðu í Alþingiskosningum frá stofnun flokksins og sérstaklega stefnir í háðuglega útreið í Kraganum. Það væri að óbreyttu þungbær niðurstaða fyrir Bjarna Benediktsson, nýkjörinn formann flokksins og ólíklegt að honum hefði verið lengi sætt í embætti, sérstaklega ef Guðlaugi Þór gengi sæmilega í sínu kjördæmi.

Þess vegna er þessu máli skúbbað núna, til að gera út af við formannsdrauma Guðlaugs, sem er eina formannsefni þess arms, eftir að Kristján Þór tapaði naumlega fyrir Bjarna um daginn. Skaðinn fyrir Sjálfstæðisflokkurinn er hvort eð er ekki svo mikill. Flokkurinn er ekki á leiðinni í ríkisstjórn, fylgið komið ofan í innstakjarnafylgi, þannig að það mun ekki minnka mjög mikið við þessa aðgerð og staða Bjarna því völduð um hríð.

Þann tíma þarf hann svo til að bæta stöðu flokksins, því með því að byrja nógu neðarlega, mælist risið jú því hærra.

Þessi bloggfærsla Björns Bjarna og það viðhorf sem hún lýsir staðfestir þetta enn frekar.


mbl.is Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þetta er nú meiri blessuð umhyggjan fyrir Sjálfstæðisflokknum.Hvernig væri að líta í eigin barm,hvernig er ástandið á framsóknarflokknum eftir að hann styður þessa dæmalausu stjórn.

Ragnar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Fylgið er komið niður í mannakjötsátsfylgi, það sem gæti komið því niður um % væri ef upp kæmist um styrk frá barnaklámshring.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.4.2009 kl. 13:59

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Þú leiðréttir mig Gestur ef ég er farinn að förlast en er ekki Landsfundurinn búinn, það er búið að kjósa formann? En eins og sagt er á máli engilsaxa "it takes one to know one." Þú þekkir ástandið.

Jónas Egilsson, 13.4.2009 kl. 17:50

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jú Jónas, þessi atburðarrás er undirbúingur fyrir þann næsta.

Gestur Guðjónsson, 13.4.2009 kl. 21:30

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Wow, þetta er ein langsóttasta samsæriskenning sem ég hef rekist á lengi. Kannski ekki skrítið að framsóknarmenn séu í þeirri stöðu sem þeir eru núna. Jarðsamband mundi hjálpa.

Ragnhildur Kolka, 13.4.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband