Hræsni VG

"Fyrir síðustu kosningar var þannig ausið úr ríkissjóði loforðum og skuldbindingum, jafnvel til margra ára fram í tímann. Ég hygg að vikan fyrir 12. maí síðastliðinn eigi eftir að reynast sú dýrasta á öllu liðnu kjörtímabili þegar allt verður talið. Þingflokkur Vinstri grænna hefur einmitt óskað eftir því að allt þar verði talið. Við höfum óskað eftir skýrslu um kosningavíxlana og ég vænti þess að þegar hún hefur litið dagsins ljós þá verði hún tekin hér til umræðu."

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Alþingi 11. október 2007.


mbl.is Breytingar á búvörusamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Er Framsóknarflokkurinn á móti þessari málalyktan landbúnaðarráðherra?

Það er auðvitað betra og ábyrgara í aðdraganda kosninga að flagga kosningaloforðum sem "kosta ekki neitt".

Einar Karl, 19.4.2009 kl. 12:41

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Já Framsókn er á móti því að leggja Ylræktina í landinu niður.

Ylræktin sparar þjóðarbúinu um 800 milljónir árlega. Þessir styrkir, sem er forsenda hennnar, eru smámunir í samanburði við það.

Í dag borgar ylræktin meira fyrir hverja kílóvattsstund en almenn heimili, þrátt fyrir að vera stórnotendur.

Það þykir þér eðlilegt Einar Karl?

Gestur Guðjónsson, 19.4.2009 kl. 16:53

3 Smámynd: Einar Karl

Nú er ég alveg hættu að skilja þig, en það er ekki í fyrsta skipti sem ég botna ekkert í Framsóknarmönnum. Fréttin fjallaði um að ráðherran hafði samið vð bændur um "breytingar á gildandi samningum um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu og sauðfjárræktar." Og þú vitnar í þingræðu Álfheiðar sem fjallar um sk. "kosningavíxla", styrki veitta á síðustu metrum fyrir kosningar.

Einar Karl, 19.4.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

ó, hélt að ég væri inni á síðustu færslu....

En ég er ekki á móti þessum samningum við sauðfjárbændur og kúabændur, en hræsni VG er að þegar þau voru í stjórnarandstöðu talaði flokkurinn um að setja þyrfti bann við skuldbindingum ráðherra fram í tímann síðustu mánuði hvers kjörtímabils.

Það er tóm vitleysa að gera það, enda standa þau ekki við orð sín í þessu frekar en öðru, eða eins og Helgi Hjörvar sagði; Það er ekki að marka hvað við sögðum þá, við erum komin í ríkisstjórn núna.

Gestur Guðjónsson, 19.4.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband