Fæðuöryggi takk

Þetta gætu verið verri fréttir en bankahrunið.

Svín eru mjög lík mannskepnunni, þannig að nú þarf veiran líklegast lítið að breytast til að þetta verði að heimsfaraldri inflúensu sem smitast beint milli manna.

Þá er eins gott að við í Framsókn höfum staðið vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar og búið sé að gera viðbragðsáætlun fyrir Ísland.


mbl.is 81 látinn úr svínaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Sæll Gestur,

Er það ekki svo að „íslensku " svínin sem svo eru kölluð eru alin nær eingöngu á innfluttu fóðri ? Hvaða „fæðuöryggi"er það ?

Eiður Svanberg Guðnason, 26.4.2009 kl. 12:23

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvar veiran mun stökkbreytast.

Gestur Guðjónsson, 26.4.2009 kl. 12:37

3 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Nei nei,mörg svínabú rækta sitt fóður svo til allt,nokkra mánuði á ári,bygg og fiskimjöl er hægt að fá frá Íslandi,en allt vítamín er erlendis frá eins er með hveitið,en allt tilbúið fóður er svo til allt erlendis komið,bygg,hveiti,vítamínið,sojamjöl,en yfirleitt er allt fiskimjöl og lýsi,framleitt hér á landi,ég óska Gesti og framsóknaflokknum til hamingju með nokkuð góða kosningu,og mun betri en flestir héldu,það er mjög gott fólk á listanum alla vega hér fyrir austan fjall,en vinur minn á Sauðarkróki hinn heitelskaði söngfugl Geirmundur var nú samt ekki hress hverinn 10.maðurinn datt út,vegna reiknisdæmi í kosningarlöggjöfinni,en hvað með það flestir voru mjög hressir með þessar kosningar,og vonandi rífum við okkur fljótt úr þessari kreppu,takk fyrir. og gleðilegt sumar,lifi heil,HA HA HA HE HE HE.   

Jóhannes Guðnason, 26.4.2009 kl. 18:00

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta fæðuöryggi fer fer lítið ef við förum í ESB. Það þarf að standa vörð um landbúnaðinn á Íslandi og þá er meira fæðuöryggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2009 kl. 02:12

5 Smámynd: Offari

Ég kalla það rök gegn innfluttningi kjöts að tryggja hér fæðuöryggi. Viljum við virkilega vera þjóð sem er háð innfluttri fæðu? Innlendu landbúnaður hefur nú þegar bjargað okkur í gjaldeyrisskortinum og ef við lendum í eldsneytisskorti verður eflaust gott að hafa hér fæðuöryggi sem er óháð eldsneytisfrekum flutningum

Offari, 27.4.2009 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband