Samfylkingin tapaði fylgi í kosningunum

Íslandshreyfingin gekk inn í Samfylkinguna á dögunum. Því er eðlilegt að reikna kjörfylgi hennar með kjörfylgi Samfylkingarinnar frá árinu 2007.

Samkvæmt því tapaði Samfylkingin 0,24 prósentustigum frá síðustu kosningum og er því ekki sigurvegari kosninganna, heldur Vinstri græn, Borgarahreyfingin og Framsókn.

Lýðræðishreyfingin náði ekki einu sinni þeim fjölda sem skrifuðu á meðmælendalista framboðsins.

 

20072009Breyting
Vinstri grænir14,3521,687,33
Borgarahreyfingin07,227,22
Framsóknarflokkur11,7214,83,08
Lýðræðishreyfingin00,590,59
Samfylking30,0329,79-0,24
Frjálslyndi flokkur7,262,22-5,04
Sjálfstæðisflokkur36,6423,7-12,94

mbl.is Kannanir langt frá kjörfylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tvær skekkjur eru í þessum málflutningi.

Það er ekki rétt að leggja fylgi Íslandshreyfingarinnar 2007 allt við fylgi SF þá.

Það var á valdi hvers félaga í Íslandshreyfingunni fyrir sig að ganga í Samfylkinguna. Til voru þeir félagar hennar sem kusu að fara með Borgarahreyfingunni, Vinstri grænum eða Framsókn og hafa sín áhrif þar.

Hins vegar er það vafalítið rétt athugað að bæði á landsfundi Samfylkingarinnar og í kosningunum munaði verulega um atbeina Íslandshreyfingarinnar.

Hinn misskilningurinn er sá að meðmæli á meðmælendalista framboðs jafngildi stuðningi við framboðið.

Þvert á móti er skýrt tekið fram að meðmælin séu eingöngu fólgin í því að vera yfirlýsing meðmælandans fyrir því að þetta framboð eigi rétt á því að vera með eins og önnur framboð.

Ómar Ragnarsson, 27.4.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Af hverju er ekki rétt að leggja saman fylgi flokka sem hafa sameinast?

Auðvitað eru allir frjálsir af því að starfa í þeim stjórnmálahreyfingum sem þeim sýnist, en rétt er að benda á að kjósendur eru mun fleiri en félagsmenn í flokkunum og því ekki rétt að blanda saman félagsmönnum og kjósendum, enda er ekki alger fylgni þar á milli. Bendi á Sjálfstæðisflokkinn nú í því sambandi.

Þetta með meðmælendurna er bara ábending til umhugsunar, þá sérstaklega hvort rétt sé að fjölga meðmælendum. Ekki annað

Gestur Guðjónsson, 27.4.2009 kl. 15:02

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Um leið og ég tel umhugsunarinnar virði að fjölga eigi meðmælendum framboða, er um leið eðlilegt að íhuga að þau framboð sem ná yfir þann þröskuld hljóti framboðsstyrk og hugsanlega að taka út 5% regluna með jöfnunarmanninn

Gestur Guðjónsson, 27.4.2009 kl. 15:03

4 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Sammála þér Gestur varðandi fylgið.
Ég skil ekki hvernig menn geta fengið út sigur hjá samfylkingunni. Hvað hefðu þeir gert Jóhönnulausir? Runnið heldur betur á rassinn. Hugsið þið ykkur líka ef Kolbrún vg hefði þagað í tvo daga í viðbót, hefðu vinstrigrænir fengið miklu meira fylgi, á kostnað samfylkingar.

Oddur Helgi Halldórsson, 27.4.2009 kl. 20:13

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Strákar. Ekki láta svona. Vinstri menn unnu þótt okkur sé bölvanlega við það. Maður verður að geta sýnt auðmýkt ef maður vill vera í pólitík þótt auðmýkt hafi að mínu mati vantað algjörlega.

Framsókn gekk vel og við skulum bara frekar gleðjast yfir því. Íhaldið galt afhroð en Samfylkingin er komin yfir 30% og það verður ekki tekið af henni hvaða skoðun sem við höfum á því. Það á að óska þeim til hamingju með sinn árangur og vonandi tekst þeim til til með landstjórnina. Framsókn mun halda áfram að eflast ef rétt er á spilum haldið, t.d. vinna við utankjörfundaatkvæði betrumbætt.

Þessi stjórnmálaskýring var í boði S-hópsins.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2009 kl. 22:55

6 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Hver man annars eftir Íslandshreyfingunni sem flaut algjörlega með Ómari Ragnarssyni og fékk ekki fimm prósent fylgi?

Þessi skýring ber vitni um dómgreindarbrest þeirra sem setja hana fram.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 28.4.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband