Nóg að gert í meintri kreppu

Jóhanna Sigurðardóttir:

"Ég held að úrræðin sem við höfum þegar gripið til komi til með að duga en menn verða að hafa í huga að ýmsar aðgerðir hafa ekki ennþá komið að fullu til framkvæmda, svo sem hækkun á vaxtabótum og greiðsluaðlögunin"

... það var og

18.000 atvinnulausir, 100 fyrirtæki fara í þrot í hverjum mánuði, bankarnir þurrir, fyrirtækin fá ekki rekstrarfé og ekkert virðist bóla á því, og Jóhanna vogar sér að halda þessu fram. Þetta er ekki nóg!

Helsta gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur, S og VG á leiðréttingu höfuðstóls íbúðalána er sú að hún gæti komið einhverjum vel sem ekki færi annars í þrot.

Hvernig ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að tryggja að einhverjir fái vaxtabætur, sem ekki þurfi nauðsynlega á þeim að halda?

Vill hún að meirihluti þjóðarinnar fari í greiðsluþrot?


mbl.is „Viljum hafa fast land undir fótum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Meirihluti þjóðarinnar getur ekki farið í greiðsluþrot í venjubundnum skilningi þess orðs enda fara þá allir í þrot og greiðslukerfið sem slíkt brotnar niður. Vandinn verður þá vöruskortur og upplausn sem kemur niður á öllum og ekki bara gjaldþrotavandi þess hluta þjóðarinnar sem verður fyrir.

Héðinn Björnsson, 4.5.2009 kl. 12:05

2 identicon

Já þú lýsir því vel hvernig landslagi Sjálfstæðisflokkurinn skilru við sig eftir 18 ár á valdastóli.

Valsól (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:30

3 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

sínum augum lítur........ Þau hafa engin svör, engar lausnir og reyna að leyna því með að karpa um eitthvað sem engu máli skiptir. Kannski er það besta sem þau geta gert, sé að vera hreinlega ekki fyrir. Þessu trúðu þó kjósendur. samfylkingin heldur líka að hún hafi unnið sigur í kostningunum.

Oddur Helgi Halldórsson, 4.5.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég get ekki annað en dáðst að því hvað Valsól er trú flokknum sínum.  Er þetta Ingibjörg undir dulnefni?

Marinó G. Njálsson, 5.5.2009 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband