Er meirihlutastjórn á þingi?
11.5.2009 | 08:56
Mér finnst með ólíkindum sú smán sem VG og Samfylking bjóða þjóðinni upp á með þessari samstarfsyfirlýsingu.
Þetta er ekki einu sinni stjórnarsáttmáli, bara "viltu vera memm" samstarfsyfirlýsing.
Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst sig óbundna af innihaldi samstarfsyfirlýsingarinnar, vísa til þess að hver og einn þingmaður eigi að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu. Gott og vel.
Það þarf því að fara yfir það í hverju máli hvort meirihluti sé fyrir málum og ljóst að stjórnarfrumvörp munu ekki þurfa að fara samþykkt í gegnum þingflokka stjórnarflokkanna, þannig að í framkvæmd er ennþá minnihlutastjórn við völd.
En það sem er furðulegast er að í þessu spinni virðist Samfylkingin ætlast til þess að þingmenn minnihlutaflokkanna fylgi flokkslínunni út í hörgul !
Hvers konar vinnubrögð eru þetta!!!
Þingmenn lýstu yfir andstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Sala Landsvirkjunnar kemur ekki til greina
- Fylgi Bjartrar framtíðar
- Vinnulag við fjárlagagerð
- Landsbyggðaskattur
- Verðbólguleiðin?
- Blindir og vanhæfir gullkálfsdansarar
- Hver verða eftirmál þingsályktunartillögunnar?
- Hengjum ekki bakara fyrir smið
- Rangtúlkun Jóhönnu og Samfylkingarinnar á Rannsóknarnefndarsk...
- Furðulegar nornaveiðar í gúrkutíð
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Agnes Ásta
- Albertína Friðbjörg
- Björn Ingi Hrafnsson
- Dofri Hermannsson
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Framsóknarflokkurinn
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Gunnlaugur Stefánsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Sveinn Hjörtur
- Valdimar Sigurjónsson
- Guttormur
- Sigurður Ellert Sigurjónsson
- Agnar Bragi
- Anna Kristinsdóttir
- Ari Jósepsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ásta
- Baldur Fjölnisson
- Baldur Sigurðarson
- Bergur Sigurðsson
- Bergþór Skúlason
- Birgitta Jónsdóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgmundur Örn Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Egill Jóhannsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurbergur Arason
- Einar Vilhjálmsson
- Einar Þór Strand
- Eiríkur Harðarson
- ESB
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- FUF í Reykjavík
- Gísli Tryggvason
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðmundur Andri Skúlason
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gunnar Aron Ólason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gústaf Níelsson
- Halldór Borgþórsson
- Hallur Magnússon
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Heiðar Lind Hansson
- Heimir Eyvindarson
- Heimir Tómasson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hermann Einarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhannes Guðnason
- Jóhannes Snævar Haraldsson
- Jóhann Pétur Pétursson
- Jóhann Tryggvi Sigurðsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jónas Egilsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Finnbogason
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jón Snæbjörnsson
- Júlíus Brjánsson
- Karl Hreiðarsson
- Karl V. Matthíasson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Landvernd
- maddaman
- Magnús Guðjónsson
- Magnús Þór Friðriksson
- Marteinn Magnússon
- Morgunblaðið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Páll Gröndal
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ritstjóri
- Samband ungra framsóknarmanna
- S. Einar Sigurðsson
- Sigurður Árnason
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Steinn Hafliðason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Helgason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Vefritid
- viddi
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þráinn Jökull Elísson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kemur þá ekki Framsókn til hjálpar ef hentar ímyndinni, minnir að gerst hafi áður.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.5.2009 kl. 15:35
Eru það slæm vinnubrögð að fela Alþingi að taka afstöðu til jafn mikilvægs máls og þess hvort sækja eigi um aðild að ES og fara í aðildarviðræður. hefur það ekki verið ofarlega í umræðunni að það þurfi að efla löggjafarvaldið gegn framkvæmdavaldinu burt séð frá því hverjir eru handhafar framkvæmdavaldsins. Ef ég man rétt ert þú Framsóknarmaður. Er þetta sá tónn sem sleginn er hjá þínum flokki, láta málefni lönd og leið en reyna aðeins að koma höggi á andstæðinginn.
Það verður fylgst með stjórnarandstöðunni framvegis ekki síður en stjórnarsinnum, reynið nú að skríða upp úr skúmaskotunum.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 11.5.2009 kl. 17:34
Óttalegt væl er þetta í ykkur Framsóknarmönnum.
treystir þú þingheimiekki til að afgreiða þessa þingályktunartillögu? Þú veist mætavel að það eru skiptar skoðannir á þessu máli í öllum flokkum nema kanski í Samfylkingunni.
Ekki hafið þið Framsóknarmenn geta tekið afstöðu í þessu máli að undaskyldri þessarri loðnu ályktun ykkar frá því á landsfundinum sem hvorki ESB sinnar í þínum flokki né andstæðingar virtust ánægðir með.
Svona nú uppúr skotgröfunum með þig Gestur og við skulum fjalla málefnalega um þetta mál kosti þess og það liggur fyrir og láta morfís vaðalinn til hliðar í smástun PLÍS
Sævar Finnbogason, 11.5.2009 kl. 19:17
Vissulega er einkennilegt að flokkar nái ekki saman í stjórnarsáttmála um jafn stórt mál.
Hins vegar verðum við að gera okkur grein fyrir að í raun er þetta mál ekki spurning um vinstri/hægri. Þannig er ég einarður hægrimaður, þótt ég sé hlynntur ESB aðildarviðræðum og aðhyllist ekki "Chicago skólann"! Stór hluti sjálfstæðismanna er hlynntur aðildarviðræðum og sama mál gengur þetta mál þvert á a.m.k. þrjá flokka: Framsóknarflokk, Sjálfstæðisflokk og meira segja VG, sé eitthvað að marka nýlega skoðanakönnun Gallup.
Öfugt við Bjarna Benediktsson virðist Steingrímur J. Sigfússon átta sig á þessari staðreynd. Steingrímur tekur með þessu sénsinn á að flokkurinn klofni, en með harðri afstöðu sinni gegn aðild býður Bjarni hreint og beint upp á það!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.5.2009 kl. 07:40
Það er rétt að efla þarf þingið. En það þarf að gera heildstætt og í fleiri málum. Ekki bara þegar það hentar ríkisstjórninni. Það er ekki raunveruleiki í því, bara pólitískur hráskinnaleikur.
Ég vill hafa þingið sem öflugast, færa stefnumótunina þangað úr ráðuneytunum og að þingnefndirnar hafi það sem fastan lið á sinni dagskráð að fara yfir hvernig til hefur tekist við lagasetninguna og framkvæmd þeirra. Innri úttekt heitir það þegar fyrirtæki gera það.
En í þessu máli verður að fara með allri gát. Ég sé bara eina leið í þessu máli, að stofnuð verði sérstök evrópunefnd þingmanna sem hafi yfirumsjón með málinu og formaður hennar verði ráðherra án ráðuneytis. Sá ráðherra sitji ekki frekar ríkisstjórnarfundi en sem nemur hans málaflokki. Evrópunefndin sjái svo um að móta samningsmarkið, undirbúa umsókn, skipa í samninganefnd og hafa vökult auga með samningaferlinu.
Sævar. Lestu ályktun Framsóknar. Það er greinilegt að þú hefur ekki gert það. Sú ályktun getur ekki verið skýrari.
Gestur Guðjónsson, 12.5.2009 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.