Vantraust Dags á sjálfan sig og eigið fólk
17.5.2009 | 16:31
Mál Orkuveitu Reykjavíkur eru í höndum stjórnar fyrirtækisins.
Í þeirri stjórn situr Dagur B Eggertsson sjálfur, ásamt fleirum. Fara þau með umboð borgarbúa varðandi málefni Orkuveitunnar, þar á meðal arðgreiðslur, sem ákveðið var að helminga, þannig að Orkuveitan sé betur í stakk búin til að stuðla að uppbyggingu og atvinnusköpun.
Borgarstjóri hefur sagst engu hafa við að bæta því sem stjórnarformaður Orkuveitunnar, Guðlaugur Sverrisson hefur látið hafa eftir sér.
- enda ríkir fullt traust og trúnaður í meirihlutanum í borginni.
Það er kannski þess vegna sem Dagur B Eggertsson er pirraður og fúll og er að reyna að þyrla upp stormi í vatnsglasi, enda greinilega kominn í bullandi kosningabaráttu, meðan aðrir borgarfulltrúar hafa nóg fyrir stafni við að stýra borginni í þeim ólgusjó sem samfélagið er þessa dagana.
Samfylkingarmennirnir Dagur B Eggertsson og Gylfi Arnbjörnsson líkar greinilega illa sá friður sem ríkt hefur í Orkuveitunni síðan núverandi meirihluti tók við.
Hvað vill Dagur, með þessum látum? Vill hann að sömu aðgerðir í launamálum á vegum borgarinnar verði einnig settar í uppnám?
Vill hann að Orkuveitan hætti uppbyggingu á atvinnu?
Hvar vill Dagur skera niður á móti þeim arðgreiðslum sem hann vill að borgin verði af?
Hvað vill hann?
Stutt og skiljanlegt svar óskast.
Hvað gengur manninum til?
Vill fundi um arðgreiðslur OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gestur þú getur a.m.k gleymt því að fá einhverntíma stutt og skyljanlegt svar frá Degi B. Eggertssyni
Óðinn Þórisson, 17.5.2009 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.