Ábyrgt stórveldi

Orkuveitan hefur ekki skilað eigendum sínum nema til þess að gera lágri arðprósentu í gegnum tíðina, enda gjaldskráin lág og hagkvæmnin skilar sér að miklu leiti til eigendanna á þann hátt. Rekstrarargangurinn hefur í miklum mæli frekar verið nýttur í uppbyggingu og atvinnusköpun, sem fáir vildu vera án í dag.

Hins vegar er ekki eðlilegt að allt hagræðið renni til eigendanna, íbúa Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar, í gegnum lágar gjaldskrár, því OR þjónar fleirum en eigendum sínum og það er eðlilegt að eigendurnir njóti arðs af þeirri fjárfestingu sem í því er fólgin. Þrátt fyrir að fjárþörf eigendanna sé brýn, Nú á að helminga þá upphæð, svo í raun eru eigendur félagsins að leggja mikið af mörkum til samfélagsins með því að tryggja áframhaldandi uppbyggingu.

Hins vegar er eðlilegt og í raun óskylt mál að það sama skuli þurfa yfir alla borgarstarfsmenn að ganga. Þær lækkanir á brúttólaunum sem Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Arnbjörnsson fara mikinn um, er ekkert annað en það sama og aðrir opinberir starfsmenn borgarinnar hafa þurft að þola. Ekki hafa þeir mótmælt vegna þeirra aðgerða. Er sem sagt ekki samahver á í hlut?


mbl.is Arðgreiðsla OR rennur til samfélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband