Er stjórnin strax sprungin?

Til að tillaga geti talist stjórnarfrumvarp, hlýtur maður að ætla að þingflokkar stjórnarflokkanna þurfi að samþykkja hana.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, lýsti stækri andstöðu sinni við ESB umræður í gær. Hún er líklegast að enduróma umræðurnar af flokksstjórnarfundi VG, sem samþykkti plagg sem forsætisráðherra nefnir ekki sem stjórnarsáttmála, heldur stefnuyfirlýsingu. Það er sem sagt ekki bindandi plagg eða hvað?

En hvernig getur þingflokksformaður sem hefur svona afdráttarlausa skoðun hleypt máli sem hún hefur talað gegn með jafn afgerandi hætti og hún gerði í gær?

Ályktun um aðildarviðræður við ESB getur aldrei orðið annað en þingmannamál úr þessu.

Ætlar Samfylkingin að sitja í stjórn þar sem annar stjórnarflokkanna talar ákaft gegn eigin stefnuyfirlýsingu?

Hvað ætli verði næst?


mbl.is Hljótum að vinna saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þessi "með & á móti ríkisstjórn" á eflaust eftir að fara í sögubækurnar í tengslum við fjölda mála sem hún klúðraði frá A-Ö, alveg meiriháttar joke lið....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 19.5.2009 kl. 09:45

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Gott þið eruð svona spenntir fyrir að viðhalda hér flokksræðinu þarsem maður kýs einsog foringinn segir algjörlega án sannfæringar og jafnvel án þess að kynna sér málin.

Það má alveg kjósa um mál sem ég er á móti, ég sé ekki mikið að því þó ég geti verið ósáttur við niðurstöðuna.

Þetta er skref til meira lýðræðis og öflugra þings, sjálfstæðisflokkurinn fremur sjálfsmorð ef hann leggst í málþóf yfir þessu vittu til.

Það er hægt að vera í sama flokki og vera ekkert sammála um alla skapaða hluti sjáiði til, leiðinlegt að þið séuð svona niðurnjörvaðir í gamla hugsanaganginn og hræddir við að þjóðin fái bara að kjósa um þessi leiðnda evrópumál að þið getið ekki breyst eða skoða nýja möguleika.

Hér verða hlutirnir vonandi aldrei aftur eins....

Menn eru td vanir að Sjálfstæðisflokkurinn ráði hér allra mestu með fulltingi Framsóknar. sjáflstæðisflokkurinn ræður og vinir framsóknar græða.

Og það allt byggt á hvað allir voru sammála, sammála um Davíð og svo Geir sem eru svo allt í einu blórabögglarnir........kunnið þið annan?

Einhver Ágúst, 19.5.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðfríður var ekki stæk í andstöðu sinni, heldur eindregin.

Stæk er hins vegar desperat Evrópubandalags-þráhyggja Samfylkingar.

Jón Valur Jensson, 19.5.2009 kl. 17:23

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Ræða Guðrfríðar Lilju, endurspeglaði klofning tveggja flokka í stjórninni um eitt mál sem þó hefur verið sett á dagskrá, svo mikið er víst.

kv.Guðrún Maria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.5.2009 kl. 02:10

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Er allt í einu vandamál að stjórnmálamenn geti ekki komið sér samann um mál í "reykfylltum bakherbergjum"? Mér þykir þetta gasgnsæi og frekar kjarkað og nýstárlegt í vinnubrögðum.

Hvaða flokkar hefðu geta gert stjórnarsáttmál aþrsem þeir væru sammála í ESB málum? Sjálfstæðisflokkur og Framsókn? Nei gleymdi því að þeir fengu ekki nóg af atkvæðum....leiðinlegt en þið verðið að venjast því. Þeim flokkum tókst að vera sammála um að taka þátt í blóðugu stríði fyrir íslands hönd án samþykkis þegnanna og setja hér skammarblett á okkur um ókomna tíð, svo það er nú ekki alltaf flott að vera sammála um alla skapaða hluti.

Einhver Ágúst, 21.5.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband