Þjóðaratkvæði með fótunum

Við erum í þessari stöðu vegna siðleysis örfárra einstaklinga og gallaðra reglna sem við settum ekki einu sinni sjálf, heldur ESB og við urðum að taka upp vegna EES samningsins.

Ef Alþingsmenn okkar Íslendinga samþykkja að leggja Icesavebyrðarnar á íslensku þjóðina, án þess að hún hafi stofnað til þeirra sjálf, án þess að til þess standi þjóðréttarleg skuldbinding, þar sem Íslendingar stóðu við EES-kröfurnar um að stofna innistæðutryggingasjóð, án þess að láta reyna á réttmæti krafna breta og hollendinga fyrir dómstólum, enda munu neyðarlögin sem þeir vísa til í sínum rökstuðningi ekki standast málsóknir og hafa þegar verið dæmd ólög einu sinni og án þess að á hreinu sé hvort eignir Landsbankans fáist til greiðslu krafnanna og án þess að greiðslan sé á viðunandi kjörum mun fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem þjóðin mun kjósa með fótunum.

Talning mun fara fram hjá skipafélögunum, þar sem búslóðunum verður skipað út.


mbl.is Eignir duga ekki fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Það er ekki hægt að fá gám ef mar er á vanskilaskrá! Það verður að skilja allt eftir.

Miðsetningin hjá þér er of löng. 

Margrét Sigurðardóttir, 22.6.2009 kl. 12:57

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég vek athygl á þessari frétt Telegraph:

http://www.telegraph.co.uk/finance/economics/

Það virðist vera, að matsstofnanri, séu við það að fella lánsmat Íslands aftur niður um flokk. Eftir því sem ég man best, þíðir C flokkur, að talið sé að viðkomandi aðili sé í mikilli hættu á að verða gjaldþrota.

Lægsti flokkurinn, er D.  Í D, eru skuldbindingar, sem álitnar eru tapað fé.

Ef af Ísland verður lækkað niður í C, þá þíðir það að lánshæfisstofnanirnar meta það svo, að líkur á gjaldþroti Íslands, séu verulegar og fari vaxandi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 13:05

3 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Þetta sem blogghöfundur bendir hér á er höfuðatriði. Menn munu flýja land, ekki síst ungt og vel menntað fólk. Reynsla Færeyinga er sú að einungis 25% kemur til baka þegar ástandið batnar. Hér eru horfurnar mun verri og ástandið mun vara lengur. Ólíklegt að svo há prósenta muni skila sér til baka.

Niðurstaða - hér verður lífskjaraskerðing svo mikil að vart verður vært.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 22.6.2009 kl. 13:37

4 Smámynd: Stefán Gunnar

Vegna athugasemdar Arnþórs verð ég að segja að það getur vel verið að fullt af hlutum hafi verið stjórnað hér illa svo ég tali nú ekki um hvernig síðasta ríkisstjórn svaf á verðinum

 EN það breytir því ekki að við megum ekki halda áfram að gera mistök.  Það að skrifa undir þennan samning hefur ekkert með það að gera hvað var gert áður, það hefur með það að gera að halda ekki áfram að vera útá þekju.

Fyrir utan það að varla er hægt að kalla þetta samning, við virðumst allavega ekki hafa samið um mikið bara já og amen.

Stefán Gunnar, 23.6.2009 kl. 01:18

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þeir sem flýja land er fólk sem fer úr öskunnií eldinn.  Atvinnu í Evrópu er mjög erfið  að fá. Það fólk sem flýr er knúið af uppgjöf sinni við kerfið (skjaldborgina).

Málið er að það er ekkert betra að fá en hér á næstu árum.

Eggert Guðmundsson, 23.6.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband