Verðmætur vinnumarkaður

Án þess þroskaða samtals sem þróast hefur á vinnumarkaði allt frá þjóðarsáttarsamningunum væri Ísland í mun verri stöðu.

Ef marka má fréttaflutning undanfarna daga, kom ríkisstjórnin fram með óásættanlegar tillögur, sem SA og ASÍ höfnuðu og í framhaldinu viti fyrir hana, þannig að hér þróaðist ekki ofurskattahagkerfi, sem hefti alla framþróun og framfarir.

Fulltrúar opinberra starfsmanna höfðu, ef marka má fréttir, ekki sama skilning, en Jóhanna Sigurðardóttir virðist hafa staðið sig vel við að halda þeim innanborðs. ASÍ og SA gerðu rétt að láta vita af þeirra afstöðu og því að þeir skulu hafa gengið út, því um leið og það spurðist, komu þeir aftur að samningaborðinu.

Við skulum heldur ekki gleyma því að lífeyrissjóðirnir, sem eru einnig afrakstur þroskaðs samtals aðila vinnumarkaðarins, eru okkar helsta haldreipi núna. Ekki ríkissjóður.

Það er dýrmætt að búa að þessu - þetta þroskaða samtal er líklegast dýrmætasta eign íslensku þjóðarinnar í dag.


mbl.is Jóhanna glansaði á prófinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband