Fáránlegur málflutningur fjölmiðlafulltrúa forsætisráðherra

Ef Kristján Kristjánsson, fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra, er sá sem stýrir málsvörn Íslands gagnvart erlendum aðilum, eða kemur með einhverjum hætti að henni, er ekki nema von að illa gangi og Eva Joly telji sig knúna til að taka upp hanskann fyrir Ísland, aðstoðarmanni forsætisráðherra, Hrannari B Arnarssyni, til mikils ama.

Í kvöldfréttum RÚV, taldi fjölmiðlafulltrúinn hið eðlilegasta mál að ráðherrar ríkisstjórnarinnar töluðu út og suður. Kristján - það er ekki eðlilegt að ríkisstjórnin sé stefnulaus!

Hvaða vitleysa er það að ekki sé hægt að standa að neinni málsvörn fyrr en búið er að ganga frá Icesave?

Sem betur er það ekki fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra sem á að standa að kynningu á okkar málstað gagnvart erlendum aðilum - það er utanríkisþjónustunnar og ætla ég rétt að vona að þar sé betur upplýst fólk að störfum.


mbl.is Joly tókst það sem öðrum tekst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Gestur, það er ekki sanngjarnt að skjóta sendiboðann.

Honum var sagt að segja þetta.

Sigurður Þórðarson, 4.8.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

... og hann sagði það

Gestur Guðjónsson, 4.8.2009 kl. 00:29

3 Smámynd: Sjóveikur

hvernig væri þá að "skjóta" meistarann næst ef boðberinn var "saklaus" ? einhvern vegin verður að fynna vírus þann sem vex og verður skaðlegri eftir sem á líður !!!

Byltingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!

www.icelandicfury.com

kveðja, sjoveikur

Sjóveikur, 4.8.2009 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband