Hvernig verða bankainnistæður Íslendinga tryggðar eftir Icesave?

Eftiir að Alþingi hefur samþykkt Icesave-nauðasamningana, er búið að setja tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta á hausinn. Hann getur engan vegin staðið undir sínum skuldbindingum og því munu bretar og hollendingar lána honum fé á háum vöxtum, og er hluti lánstímans með ríkisábyrgð.

En hvernig er staða innistæðueigenda í íslensku bönkunum eftir þetta?

Er einhver innistæðutrygging til staðar fyrir þá?

Hollendingar og bretar hafa allan forgang í eigur sjóðsins svo ef einhver íslenskur banki fer yfirum, hljóta þeir sem eiga innistæður í þeim banka að missa allt sitt.

Verður kannski stofnaður hliðarsjóður, þannig að ríkið haldi áfram kennitöluflakki sínu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kalikles

Kerfið að viðhalda sjálfu sér á kostnað fólksins sem skapaði það. Kaldhæðni örlagana:)

Kalikles.

Kalikles, 30.8.2009 kl. 19:03

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ríkisstjórnin ætlar víst að gefa erlendum áhættufjárfestum Glitni og Kaupþing.

Það má spyrja hvort það sé ekki áhyggjuefni hvort að við fáum yfir okkur nýtt Icesave eftir 7 ár.

Að það lendi fyrst á þjóðinni að greiða skuldi Björgólfs Thors og síðan skuldir erlendra áhættufjárfesta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.8.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband