Ósvífin mannorðsmorðstilraun þingmanna VG
3.9.2009 | 11:28
Þingmenn vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Álfheiður Ingadóttir veitast á afar ósvífinn hátt að mannorði sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með því að villa um fyrir ófaglegri og hlutdrægri fréttastofu stöðvar 2, eins og sjá mátti í kvöldfréttum stöðvarinnar í gær.
Atli Gíslason spyr fyrrverandi sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps á bloggsíðu hans, hvort sveitarstjórnarmenn hafi þegið greiðslur frá Landsvirkjun fyrir fundarsetur í tengslum við skipulag virkjanna í neðri hluta Þjórsár. Svarar sveitarstjórinn ranglega, en hann hefur annaðhvort ekki uggt að sér eða ekki talið sig eiga neitt inni, en hann var á sínum tíma látinn fara frá sveitarfélaginu.
Álfheiður Ingadóttir, sem heimtaði afsögn sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gærkvöldi, hefur enga aðkomu að málinu, þannig að það að hún skyldi, af öllum, koma í viðtal um málið getur ekki verið tilviljun. Hún hefur komið sér á framfæri.
Atli Gíslason, hæstréttalögmaður og Álfheiður Ingadóttir sem er þrautreyndur sveitarstjórnarmaður eiga að vita að allir þeir sem sitja í sveitarstjórnum landsins fá greitt fyrir þá vinnu sem þeir inna af hend í þágu sveitarfélagsins. Sveitarfélögin eiga að innheimta gjöld fyrir þann kostnað sem til fellur vegna hvers konar leyfisveitinga sem þau sinna. Oftast eru til staðlaðar gjaldskrár, en ef verkefnið er flókið, er eðlilegt að greitt sé samkvæmt reikningi. Fyrir því eru fjöldamörg dæmi.
Þannig að hér er um ósvífna meðvitaða tilraun til mannorðsmorðs að ræða, þar sem ófagleg fréttastofa stöðvar 2 er misnotuð og ber þessum aðilum öllum að biðjast afsökunar á framferði sínu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er Sigurður Jónsson, fyrrv. sveitarstjóri og og prókúruhafi þá ekki í þeim flokki? Er hann að segja ósatt?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 11:43
Hann staðfestir ranga fullyrðingu.
Enda segir hann ekki í viðtalinu í fréttinni annað en að sveitarstjórnarmennirnir hafi fengið greitt fyrir fundasetur í tengslum við málið, sem er eðlilegt og rétt.
Gestur Guðjónsson, 3.9.2009 kl. 11:53
Landsvirkjun greiddi Skeiða-og Gnúpverjahreppi fyrir ýmsan kostnað vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda.M.a. fyrir lögfræðikostnað við að undirbúa svör við athugasemdum og fyrir óbókaða spjallfundi með sveitarstjórn.Kjörnir sveitarstjórnarmenn létu svo greiða sér 200 þús. kr.hverjum fyrir umrædda óbókaða fundi með Landsvirkjun. Mér finnst ansi langsótt að ætla að halda því fram að Landsvirkjun hafi ekki greitt kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum eins og talsmaður Landsvirkjunar reynir.Fundirnir voru ekki bókaðir.Ég sagði nákvæmlega frá því hvernig greiðslurar fóru fram.
Ég hef ekki lagt dóm á það hvort þessar greiðslur eru eðlilegar eða óeðlilegar.Mitt hlutverk var að gera það sem oddviti ákvað væntanlega með fulltingi sveitarstjórnar.Ég veitti eingöngu upplýsingar um staðreyndir. Oddviti sveitarfélagsins verður svo að svara fyrir það hvers vegna þeir fengu þessar greiðslur í gegnum Landsvirkjun.
Sigurður Jónsson, 3.9.2009 kl. 12:01
Það er mjög óeðlilegt að sveitarstjórnarmenn og aðrir stjórnmálamenn þiggi greiðslur frá fyrirtæki sem þeir eru að fjalla um mál tengd. Í besta falli ósiðlegt, í versta falli mútur.
Miðað við svo reynsluna af íslenskum stjórnmálamönnum síðustu árin og nú í tengslum við einkavæðingu HS allt frá FL Group til Magma, þá hallast maður að mútum sem einu hugsanlega skýringuna.
AK-72, 3.9.2009 kl. 12:09
AK-72: Það er rangt að sveitarstjórnarmennirnir hafi þegið greiðslur frá Landsvirkjun. Þeir fengu greitt fyrir sína vinnu frá sveitarfélaginu, sem svo sendi Landsvirkjun reikning fyrir áföllnum kostnaði við umfjöllun málsins, enda ekki til gjaldskrá fyrir mál af þessum toga, eins og innheimt er eftir við minni mál
Gestur Guðjónsson, 3.9.2009 kl. 12:11
Sigurður, telur þú sem sagt að sveitarstjórnarmennirnir hafi átt að sinna þessu máli frítt?
Gestur Guðjónsson, 3.9.2009 kl. 12:14
Og hversvegna þurftu þá sveitarstjórnarmennirnr að fá 200.000 aukagreiðslu beint í vasann? Hversvegna rann það ekki beint til sveitarfélagsins? Voru mennirnir ekki á launum frá sveitarstjórninni við þessi störf? Hversvegna þurfti þetta að fara bent frá þeim til Landsvikrjunar?
En já, ef það er raunin að þetta sé greitt vegna kostnaður, þá er það samt ósiðlegt að það renni beint til sveitarstjórnarmanna. Þeir fá sín laun frá sveitarfélaginu fyrir þessa vinnu og eiga ekkert að fá auka-sporslur frá fyrirtæki sem þeir eru að meta varðandi skipulag. Ef þetta er vaninn, þá veðrur að leggja þetta niður og finna aðrar lausnir á svona bitlingum sem líta út eins og mútur.
Og mútur er eitthvað sem maður er viss um að er frekar hefðbundið á einn eða annan hátt´i íslensku stjórnmalalífi í dag, hvort sem það er í gegnum svona greiðslur, í prófkjörin eða sjóði flokkana, hvað þá í gegnum "klóraðu mér með þetta skipulag, og ég gauka að fyrirtæki þinu góðu verkefni".
Því miður, við erum í eina rotnasta, spilltata og viðjbóðslegasta samfélag heims þegar kemur að sifðerði og siðblindu, sérstaklega tengdu viðskiptum og stjórnmálum.
AK-72, 3.9.2009 kl. 12:21
AK-72: Sveitarstjórnarmennirnir fá greidd laun frá sveitarfélaginu, sem í þessu tilfelli sendir Landsvirkjun reikning fyrir áfallinn kostnað, þmt launakostnað, enda ekki til föst gjaldskrá fyrir afgreiðslu máls eins og þessa.
Gestur Guðjónsson, 3.9.2009 kl. 13:27
En hversvegna eru sveitarstjórnarmenn að fá auka sporslur fyrir að sitja fund um þetta mál? Þeir eru á sínum föstu launum og eiga ekki að vera að fá greidd laun fyrir að sitja fundi í sínum vinnutíma, það er hluti af starfi þeirra. Þarna er talsverður pottur brotinn og nokkuð sem þyrfti að endurskoða í launastefnu sveitarfélaga. Ef ég fer á fund eða er í einhverju sérstöku verkefni innan vinnunar þá er mér ekki greitt sérstaklega fyrir það en sveitastjórnarmenn eru að maka krókinn með því að fá greitt frá utanaðkomandi fyrirtæki fyrir að setjast niður og halda fund.
Mjög óeðlilegt og í raun siðlaust. Reyndar flaug í hausinn á mér að það ætti í raun að setja þak á laun stjórnmálamanna þannig að ef þeir þiggja laun fyrir nefndarstörf og slíkt þá geti það ekki farið yfir ákveðið mark. T.d. ef þú situr í nefnd og færð 200.000 frá fyrirtæki(svo við notum þetta dæmi), þá dregst það frá hámarki þeirra launa sem þú ert með. Þetta er stefna sem var tekinn nú upp í stjórn VR og hugsa að mætti yfirfæra yfir á stjórnmálaleveið til að draga úr kostnaði og svona blóðmjólkun á almannafé sem sporslur og nefndarstörf eru.
AK-72, 3.9.2009 kl. 14:55
AK-71: Sveitarstjórnarmennirnir eru ekki að fá greitt á neinn annan hátt en fyrir aðra fundarsetu og vinnu sem þeir inna af hendi fyrir sveitarfélagið.
Það er ekki um að ræða atvinnupólitíkusa á föstum launum, heldur aðila sem kjörnir eru af samborgurum sínum til að gæta þeirra hagsmuna. Fyrir það missa þeir úr vinnu og ber auðvitað að fá laun fyrir.
Gestur Guðjónsson, 3.9.2009 kl. 16:29
Bíddu nú við, eins og ég skil þetta, þá eru þeir að fá greiddar 200.000 kr. ofan á þau laun sem þeir þiggja hjá sveitarfélaginu sem þeir sem kjörnir fulltrúar eru að vinna fyrir. Það eru full laun og þeir eru að vinna fyrir sveitarfélagið á meðan og ættu því ekki að vera að fá aukasporslu ofan á kaupið sitt fyrir 100% vinnu fyrir sveitarfélagið. Ertu að segja að þetta sé bara 20% starf eða álíka hjá þeim?
AK-72, 3.9.2009 kl. 18:51
Sveitarstjórnarmennirnir eru ekki með föst laun, heldur fá þeir borgað fyrir framlagða tímavinnu og þótt þeir væru með föst laun, eru þau endurgjald fyrir áætlað vinnuframlag, sem þarf að auka, sé vinnuframlagið verulega meira en áætlað var.
Gestur Guðjónsson, 3.9.2009 kl. 19:20
Eitthvað í þá áttina 20-40%, án þess að vita það nákvæmlega
Gestur Guðjónsson, 3.9.2009 kl. 19:21
Ef svo er, þá lítur þetta dæmi allt öðruvísi út, sérstaklega ef sveitarfélagið tekur við greiðslunum en greiðir þeim aðeins eðlileg laun. Það reyndar hefði átt að koma fram almennilega, bæði í fréttum og svo ég aðeins nuddi í þér(get ekki stillt mig um það) betur fram í textanum.
Ef það er raunin þá er þetta illa matreidd frétt hjá Stöð 2(ekki í fyrsta sinn) og hún ætti að draga hana til baka eða biðjast afsökunar. Hef svo sem lent í þeim sjálfum svo ég kannast við hroðvirkni og ranga matreiðslu sjálfur og tókst að kría fram afsökun og leiðréttingu þá.
AK-72, 3.9.2009 kl. 22:48
Sammála
Gestur Guðjónsson, 4.9.2009 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.