Stefnumótun VG og Samfylkingar greidd úr ríkissjóði
13.9.2009 | 15:59
Þetta verkefni er ekkert annað en illa dulbúinn ríkisstyrkur til Samfylkingarinnar og VG, þar sem fólk fær greidd laun sem nýtast þessum flokkum til pólitískrar stefnumótunar.
Stefnumótunar sem á að fara fram innan flokkanna sjálfra, á þeirra eigin kostnað.
Dagur B Eggertsson fékk nýlega tækifæri til að taka þátt í verkefni fyrir Reykjavíkurborg, við gerð sóknaráætlunar fyrir borgina, en þar ástunda Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn ekki þau vinnubrögð sem Dagur og félagar gera, þvert á fagurgala um samræðustjórnmál, heldur var fulltrúum allra flokka hleypt að öllu verkefninu, á þverfaglegan og þverpólitískan hátt og var það heldur ekki leitt af stjórnmálamanni, heldur fagmanni.
Dagur tekur hugmyndina og skrumskælir hanan þannig að hún nýtist þeirra eigin flokkum einvörðungu og sett er af stað vinna, þar sem læknir og bókmenntafræðingur eiga að leiða starf sem leggja á grunn að nýrri sókn í íslensku atvinnulífi !
Eru það nú vinnubrögð !
Er það nú fagmennska !
Er það nú siðferði !
Ísland skipi sér á ný í fremstu röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.