Skýrra skilaboða þörf

Ef ég væri erlendur fjárfestir er ég hræddur um að vera afar ringlaður á því hvernig stjórn væri við völd á Íslandi.

Búið væri að kynna fyrir mér stöðugleikasáttmála allra aðila, þar sem gefin voru fyrirheit um að framkvæmdum yrði flýtt og búið yrði í haginn fyrir fjárfestingu, ég væri boðinn velkominn.

Hins vegar rynnu á mig tvær grímur við þennan úrskurð umhverfisráðherra, þar sem ráðherra beitir ítrustu heimildum til að tefja mál þegar þau eru komin á lokastig, sem eru ekkert annað en skilaboð um að ég væri ekki velkominn í fjárfestingar.

Ef ég ætti að setja stórar fjárhæðir í fjárfestingu, er ég hræddur um að ég þyrði ekki að veðja á Ísland eftir þessi misvísandi skilaboð.

Að minnsta kosti meðan þessir flokkar eru í ríkisstjórn...


mbl.is Úrskurður umhverfisráðherra veldur mikilli óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ríkisstjórnin er algjörlega klofin í þessu máli, sem svo mörgum öðrum. 

Um það er engum blöðum að fletta! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.9.2009 kl. 09:13

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ef ríkisstjórnin ætlaði sér að beita ítrustu lagaklækjum í umhverfismálum, verður hún að segja það. Það væri strax betra og aðgengilegra fyrir fjárfesta.

Gestur Guðjónsson, 30.9.2009 kl. 09:17

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Góður punktur Gestur. Og svo eru boðaðir sérstakir refsiskattar á raforkusölu. Hvaða skilaboð eru það?

Eyþór Laxdal Arnalds, 30.9.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Gestur svona gera ráðherrar sem eru í ríkistjórn sem er að fara frá til  að geta sagt ég gerði þetta eða það sem ég gat í málinu .

Það þarf að koma umhverfisráðaneytinu úr höndum VG að hafa það þar er eins og að hafa fanatískan bindindismann sem þjón á bar hann myndi seigja ef þú bæðir um glas þú átt ekki að drekka og ég afgreiði þig ekki neitt.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 30.9.2009 kl. 23:45

5 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Rétt strákar!

Að hafa manneskju í umhverfisráðuneytinu sem hefur umhyggju fyrir umhverfinu er jafn gáfulegt og að hafa menntamálaráðherra sem hefur umhyggju fyrir æsku landsins.

Burt með svona fólk.

Sigurður Haukur Gíslason, 1.10.2009 kl. 00:42

6 Smámynd: Margrét Júlía Rafnsdóttir

Því miður hafa oft verið ráðherrar menntamál og umhverfismála sem ekki hafa umhyggju fyrir sínum málaflokki. Þar má nefna Þorgerði Katrínu sem mmr, einn sá  allara versti mmr sem verið hefur og alla umhverfisráðherra þar til Þórunn settist þar í sæti. Það er undarleg afstaða að það sé slæmt að fara eftir lögum þeim sem sett hafa verið á alþingi. Ef um alvöru fjárfesta er að ræða en ekki einhverja sjóræningja hljóta þeir að vilja hafa slíka hluti á hreinu líka. Það á ekki að vaða yfir allt á skítugum skónum í skjóli fjármagns, slíkur tími er liðinn sem betur fer.

Margrét Júlía Rafnsdóttir, 1.10.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband