Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna staðreynd?
7.10.2009 | 15:22
Í mínum huga er á ný komin á svipuð stjórn og sú sem tók við af stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins, minnihlutastjórn með stuðningi 3ja flokks, þar sem órólega deildin í Vinstri Grænum gegnir því hlutverki sem Framsóknarflokkurinn gerði þegar hann leysti stjórnarkreppuna sem upp var komin milli íhaldsins og kratanna.
Með yfirlýsingu sinni um stuðning við ríkisstjórnina um leið og hann sagði af sér ráðherradómi, er nefnilega komin á minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og hluta þingflokks Vinstri Grænna, þar sem hinn hluti þingflokks Vinstri Grænna, með Ögmund Jónasson í broddi fylkingar mun líklegast verja ríkisstjórnina falli án þess að hafa beina aðkomu að henni.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigfússon munu líklegast þakka fyrir sig á sama hátt og síðast, með því að hlusta ekkert á og hafa að engu það sem Ögmundur og félagar hafa fram að færa, eins og þau gerðu gagnvart Framsóknarflokknum.
Upplausnin er okkur augljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.