Uppgjör hraðasektar

Íslendingar keyrðu hratt. Þeir voru teknir fyrir of hraðan akstur þegar lánveitendur okkar lokuðu fyrir lánalínur og viðurkenndu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Samfylkingu og Geir H Haarde, Sjálfstæðisflokki aksturinn í nóvember á síðasta ári, þegar bretar og hollendingar voru beðnir um að ganga frá greiðslu Icesavereikningana. Nú er eftir að ganga frá greiðslu hraðasektarinnar í formi láns.

Greiðslufyrirkomulagið sem núverandi ríkisstjórn VG og Samfylkingar samdi um er algerlega óásættanlegt fyrir okkur Íslendinga og semja þarf upp á nýtt um greiðslu sektarinnar, en Ísland hefur fyrir löngu samþykkt sekt sína og greiðsluskyldu.

Það má með réttu halda því fram að það hafi verið ósanngjarnt að við eigum að greiða þessar skuldir, en framkvæmdavaldið, þá leitt af Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, viðurkenndi ábyrgðina, án samráðs við Alþingi.

Í öllum rétti má rifta ósanngjörnum samningum þá varðandi greiðsluskylduna, en Geir og Ingibjörg spiluðu verulega af sér með þessari aðgerð og veiktu okkar samningsstöðu skelfilega, en það er sjálfstætt mál, óháð frágangi á láninu.

Þess vegna þykir mér skrítið að þingmenn VG skuli vera á móti láninu, því flokkurinn ber enga ábyrgð á skuldaviðurkenningunni sjálfri, það voru Sjálfstæðismenn og Samfylking sem gengu frá því máli, enda gátu Sjálfstæðismenn ekki verið á móti afgreiðslu Icesavemálsins í sumar, af þeim sökum.

Ef þingmenn VG eru óánægðir með málið á það ekki að birtast í þessu máli, heldur sem sjálfstætt mál til riftunar á þeirri skuldaviðurkenningu sem fólst í athöfnum Ingibjargar Sólrúnar og Geir Haarde í nóvember.


mbl.is Fundur með stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband