Að afloknu skemmtilegu en sorglegu Umhverfisþingi

Á laugardaginn lauk VI. Umhverfisþingi.

Umræðurnar voru skemmtilegar, erindin áhugaverð og snérust um sjálfbærni og sjálfbæra þróun.

Að mínu mati var niðurstaðan samt meira tal en minna um aðgerðir og lausnir, en auðvitað eru orð til alls fyrst og þær lausnir sem í boði eru núna, sú þekking sem til staðar er og sú hugarfarsbreyting sem orðið hefur á undanförnum árum gefur manni von um að fleiri og fleiri geti og vilji fara slóð sjálfbærrar þróunar.

En það sem stendur sorglega upp úr í mínum huga að loknu þessu þingi er sá trúnaðarbrestur sem virðist hafa orðið milli atvinnulífs og umhverfisumræðunnar.

Á tveimur síðustu Umhverfisþingum sem ég hef sótt, hefur þátttaka atvinnulífsins og fulltrúa þeirra verið mikið meiri, en ég upplifði þetta þing meira sem þing embættismannanna og umhverfisverndarsamtaka.

Auðvitað eiga þeir aðilar að koma og taka þátt í Umhverfisþingi, en þegar einn stærsti þátttakandinn í umhverfismálum þjóðarinnar tekir lítið sem ekkert þátt, er ekki von á árangri og aðgerðum í sátt og samvinnu í anda sjáfbærrar þróunar..

Þvi miður.


mbl.is Segja ráðherra skaða OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

finnst þér það skrýtið? eftir að öll loforð eru svikin og 15 milljarða króna verðmætum er kastað út um gluggan til þess eins að þjónka við öfga umhverfissamtök? stanlaus atlaga að sjálfbærum hvalveiðum og annað slíkt til þess eins að þókknast umhverfishryðjuverkasamtök á borð við SeaShepard og Earth First samtökin. Eylíf boð, bönn og skattlagning til þess að þvinga fyrirtæki til þess að fara að vilja stjórnvalda. 

ég skil það vel að fyrirtæki hafi sýnt lítin áhuga á að eyða tíma og peningum í þetta. 

Fannar frá Rifi, 11.10.2009 kl. 11:15

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nei, mér finnst það ekki skrítið, bara sorglegt

Gestur Guðjónsson, 11.10.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband