Nýjasta verkefni ríkisstjórnarinnar: Flóknara Ísland

Það er furðulegt hvernig þessi sósíalistastjórn ætlar að haga sér. Það er eins og hún skilji ekki stjórnskipunina í landinu.

Ríkisstjórnin byrjaði á því að eyðileggja staðgreiðslukerfi skatta og flækja skattkerfið þannig að endurgreiðslur og aukagreiðslur verða aftur helsta "skemmtun" skattborgaranna og boðar um leið að því kerfi sem hún er nýbúin að koma á, verði breytt í grundvallaratriðum strax á næsta ári og sóa þar með hundruðum milljóna í breytingar á bókhaldskerfum fyrirtækja landsins. Til einskis.

Í gær kom formaður efnahags og skattanefndar með þá tillögu að stofna embætti umboðsmanns skuldara, sem er verkefni sem ráðgjafastofa um fjármál heimilanna sinnir ásamt umboðsmanni neytenda, þannig að það yrði bara enn eitt flækjustigið í stjórnsýslunni.

Nú kemur ríkisstjórnin fram með enn einn flækjufótinn, sérstakar siðareglur, sem hún setur þá sjálfri sér og ráðuneytum sínum.

Þarna sýnir hún fullkomna vanþekkingu eða vanvirðingu við löggjafarvaldið, sem hefur þegar sett stjórnsýslunni lög um störf sín í stjórnsýslulögum.

Ef þau eru ófullkomin, sem þau vafalaust eru á einhvern hátt, á að breyta þeim og bæta. Ekki fara í silkihúfusaumaskap eins og þennan.

En ríkisstjórnin virðist hafa kastað verkefninu Einfaldara Ísland algerlega fyrir róða og tekið upp nýtt, Flóknara Ísland.


mbl.is Siðareglur samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hjartanlega sammála Gestur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.1.2010 kl. 00:39

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

100% sammála og ég hef miklar áhyggjur af því hvað þessar breytingar eiga eftir að kosta þjóðfélagið, það verða allavega háar upphæðir. Þegar á að fara að innheimta mismun eftirá í skattakerfinu þá verður miklu meira um tapar skattakröfur eins og var áður en staðgreiðslukerfið var tekið upp, það er vitað. Þetta er vanhugsuð aðgerð eins og allt annað sem þessi stjórn vinnur að.

Tryggvi Þórarinsson, 22.1.2010 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband