Enginn er eins blindur og sá sem ekki vill sjá

Íslensku þjóðinni er alveg treystandi til að taka afstöðu til þess hvort Ísland eigi að vera í ESB eða utan þess.

Þá afstöðu er hins vegar ekki hægt að taka nema fyrir liggi í hverju aðild felst. Sú vitneskja kemur ekki fram nema í gegnum aðildarviðræður.

Í stað þess að berjast á móti ferlinu eiga hagsmunasamtök sjómanna og bænda að einhenda sér í að skilgreina hvernig samning samtökin myndu vilja sjá og taka fullan þátt í því að reyna að ná þeim samningi.

Því það getur endað með því að þjóðin samþykki aðild út frá allt öðrum hagsmunum en landbúnaðarins eða sjávarútvegsins og þá er eins gott að þessar greinar séu í það minnsta búnar að ná því fram sem hægt er.


mbl.is Skiptar skoðanir um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það breytir ekki því að það er samt ótrúleg sóun á almannafé að eyða einum til tveimur milljörðum í umsóknarferli, þegar allar líkur eru til þess að Ísland muni tapa á aðild. Það er óheppilegt að Samfylkingin fari með utanríkismálin því það kemur í veg fyrir að menn skoði aðra valkosti (s.s. fríverslunarsamninga) af fullri alvöru. 

Ég er ekki svo svartsýnn að halda að þjóðin fari að fórna hagsmunum sínum. í frumatvinnuvegunum en þó ekki síst í útflutningsverslun.

Hvar ætlar þú að selja loðnuhrogn, hvalkjöt, úthafskarfa, ígulker, sæbjúgu osf?

Er ásættanlegt að útiloka frekara markaðsstarf í Asíu vegna hátolla á sjávarafurðir frá ríkum ESB? Telur þú virkilega viðunandi að láta banna hér hval- og selveiðar um aldur og ævi? Telur þú það ásættanlegt að EB stjórni hér fiskveiðum? Ef ekki af hverju það að  sóa þessum fjármunum í viðræður?

Sigurður Þórðarson, 25.2.2010 kl. 10:21

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurður. Ég er ekkert sannfærður um að okkur sé betur borgið fyrir innan fremur en utan. EN við verðum að hafa stefnu í því hvar þjóðin vill staðsetja sig á hinu alþjóðlega landakorti.

Fyrr er ekki hægt að horfa nægjanlega langt fram í tímann.

Ákveðum við að ganga inn, liggur fyrir í aðildarsamningi hvernig ramminn er, en ákveddi þjóðin að ganga ekki inn þarf að svara spurningunni, hvað þá?

Hvernig verður gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar háttað?

Hvernig verður viðskiptasamningum okkar háttað, hvaða ógnun felst í sífellt minni áhuga ESB á EES?

Hvaða frekari tækifæri bíða okkar í viðskiptum við enn fjarlægari lönd, eins og Asíu, Ameríku og Afríku?

Þetta þarf allt að meta og er umsóknarferlið góð leið fyrir þjóðina, óháð ESB / ekki ESB til að skilgreina meginhagsmuni sína.

Er því harður umsóknarsinni, en ekki blindur aðildarsinni.

Gestur Guðjónsson, 25.2.2010 kl. 18:23

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála skoðum þetta allt fordómalaust.

 Vandamálið er að í þessu aðildarferli erum við að loka dyrum annað. Við áttum t.d. góðan möguleika á að landa fríverslunarsamningi við Kína sem hefði fært Íslandi stórkostleg og nánast óþrjótandi tækifæri.

 Við þurfum fólk í utanríkisráðuneytið sem getur horft til allra átta.

Sigurður Þórðarson, 26.2.2010 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband