Mannréttindi VG

Umræða VG um Zero Framsókn er athyglisverð. Að ofsækja fólk fyrir stjórnmálaskoðanir sínar; eins og þeir sem ganga um með þessi merki Stefáns Pálssonar gera og "aldrei kaus ég Framsókn" áður, gengur þvert gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðana, stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og almennu viðhorfi umburðarlyndra víðsýnna einstaklinga.

Ég leitaði að orðinu mannréttindi á vef VG sem og skoðanafrelsi. Niðurstaðan er sláandi. Ætlaði að snýta VG upp úr því að ganga gegn eigin ályktunum um þessi mál, en hvergi er minnst á mannréttindi okkar venjulegu borgaranna eða skoðanafrelsi okkar, bara mótmælenda og útlendinga.

Getur verið að þetta ofstæki þeirra gagnvart Framsóknarflokknum og sú skoðanakúgun, mannfyrirlitning og fordómar sem þeir ástunda og hafa ástundað undanfarin ár sé í raun í anda stefnu þeirra og mannréttindi sé bara puntorð sem er bara notað þegar það hentar? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Finnst það nú meira hrós fyrir Framsókn hversu
Vinstri-grænir hamast á henni. Því meira þeim
mun meira hrós. Hvenær hafa vinstrisinnaðir
róttæklingar borið virðingu fyrir mannréttindum (borgaralegum réttindum) og skoðanafrelsi?
Þó nokkrir Vinstri grænir hér á blogginu hafa
m.a lokað á athugasemdir við skrifum sínum
svo nærtækasta dæmið sé tekið.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.3.2007 kl. 17:51

2 Smámynd: Rúnarsdóttir

Fyrir nú utan það að ég veit ekki með hverjum ung vinstri græn ætla að mynda vinstri stjórn í vor ásamt Sf? Frjálslyndum kannski? Þau gætu þurft að drekka ansi mikið kók síró til að skola niður öllum barmmerkjunum ef þau lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að éta þetta ofan í sig.

Rúnarsdóttir, 31.3.2007 kl. 18:44

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Vonandi fá þau ekki áleitrun í framhaldinu...

Gestur Guðjónsson, 1.4.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband