Hættulegt sælgæti

Nú hefur Umhverfisstofnun, yfirvald matvælamála á Íslandi, látið vita um niðurstöðu rannsóknar sem gefa til kynna að ofvirkni geti aukist eftir neyslu á blöndu af rotvarnarefni (E 211) og nokkrum litarefnum, sem algeng eru í sælgæti, t.d. hlaupi.

Á síðu UST kemur fram að nefnd sérfræðinga hjá Matvælaöryggisstofnun Evrópu skoðar nú niðurstöður breskrar rannsóknar á hvort neysla af rotvarnar- og litarefnum hafi áhif á hegðunarmunstur barna. Niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en í lok janúar.

Mér er spurn: Meðan rökstuddur grunur er um að vara sem er í sölu hafi slæm áhrif á börnin okkar, er eðlilegt að hún sé áfram höfð til sölu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband