Hvert stefnir Samfylkingin í borginni?

Stefán Jón Hafstein bað um að fá að mæta í Silfur Egils í dag og fékk drottningarviðtal. Boðaði hann að eina lausnin á stjórnarkreppu borgarinnar væri að Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn tækju við völdum í borginni.

Gengi það þvert á það samkomulag sem gamli meirihlutinn, VG, S, B og Margrét Sverris eru búin að handsala. Maður vildi óska þess að þetta sé vegna þess að borgarfulltrúinn hefur verið í Afríku lengi og ekki fylgst með því sem hefur verið að gerast í borginni, en Stefán Jón sagðist vera í góðu sambandi heim, svo taka ber orð hans alvarlega.

Stefán Jón telur samkvæmt þessu að hann þurfi ekki að standa við það samkomulag sem Samfylkingin hefur gert og er það stóralvarlegt í ljósi þess að hann getur hvenær sem er tekið það borgarstjórnarsæti sem hann hefur verið kosinn til. Væri það áframhald á þeim svikastjórnmálum sem skekið hafa borgarstjórn Reykjavíkur undanfarin misseri. Ég hélt að það væri nóg komið af þeim.

Samfylkingin verður að gera hreint fyrir sínum dyrum og gefa skýr svör um það hvort Stefán Jón tali fyrir hönd annarra í borgarstjórnarflokki hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband