Ásta Möller og einkavæðing heilbrigðiskerfisins

Í kjölfar þess að Siv Friðleifsdóttir lýsti áhyggjum sínum með áætlun Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins sem Guðlaugur Þór gat ekki svarið af sér í Silfri Egils á sunnudaginn var, hefur Ásta Möller greinilega verið sett í að skrifa grein í Morgunblaðið til að reyna að draga úr skaðanum. Biður Ásta Siv að hætta að snúa út úr stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Er Ásta með ýmsar tilvitnanir í heilbrigðisstefnu Sjálfstæðisflokksins, þar sem leiðin til einkavæðingar er reyndar vörðuð, eins og ég hef áður rakið, en hún lætur eiga sig að minnast á að í atvinnumálastefnu flokksins segir með tilvísun í góðan árangur af einkavæðingu bankanna:

"...Því ber að huga að enn frekari einkavæðingu á öðrum sviðum s.s. á sviði  heilbrigðis-, mennta- og orkumála. "

Þarf frekari vitnanna við?

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að einkavæða heilbrigðiskerfið með stuðningi Samfylkingarinnar, sem samþykkt hefur stjórnarsáttmála sem rúmar allar nauðsynlegar undirbúningsaðgerðir áður en skrefið verður stigið til fulls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband