Ítrekaðir sögufalsanir íhaldsins um Íbúðalánasjóð

Í krossferð íhaldsins gegn Íbúðalánasjóði hafa þeir ítrekað haldið því fram að það hafi verið Íbúðalánasjóður sem hafi riðið á vaðið með 90% lánin. Þetta er einfaldlega rangt, ÍLS hækkaði sitt lánshlutfall í 90% 6. des 2004, löngu eftir að bankarnir fóru inn á markaðinn, sem gerðist í ágúst og jókst svo stig af stigi, eins og lýst var í peningamálum.

Sem betur fer fylgdi Íbúðalánasjóður bönkunum eftir til að jafna þau kjör sem landbyggðin og höfuðborgin bjó við, en þróun hlutfallsins og hámarkslánanna hefur verið eftirfarandi:

Dagur

Hlutfall

Hámark

5.6.2004

65%

9,7

5.10.2004

65%

11,5

6.12.2004

90%

14,9

12.4.2005

90%

15,9

12.4.2006

90%

18

27.6.2006

80%

17

28.2.2007

90%

18

3.7.2007

80%

18

Vonandi hætta Sjálfstæðismenn að fara með þessar rangfærslur, svo umræðan um eggið og hænuna í því hver byrjaði að dæla peningum inn í hagkerfið færist á rétt plan. Einnig skora ég á Jóhönnu að standa keik í sinni baráttu við íhaldið, sem vill græðgisvæða Íbúðalánasjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Það er alveg stórmerkilegt hve sjálfstæðismönnum er illa við íbúðalánasjóð. Núna sést vel hve mikilvægur sjóðurinn er fyrir landsmenn.

Héldu menn virkilega að hægt væri að treysta bönkunum fyrir öllum húsnæðislánamarkaðinum ? Jóhanna er eini ljósi punkturinn í stjórnarliðinu.

Skákfélagið Goðinn, 28.5.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Góð færsla félagi. Eftir allt saman verður maður líklega að lúta í gras og þakka framsókn eitthvað; að standa vörð um ÍLS. Takk .

Heimir Eyvindarson, 28.5.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Við skulum vona að Jóhanna standi sig einnig. Hef trú á henni.

Gestur Guðjónsson, 28.5.2008 kl. 23:59

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Þetta er allt rétt hjá þér.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.5.2008 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband