One down - two to go - at least

Það væri gustuk ef Geir réði til sín Guðmund Ólafsson og Þorvald Gylfason og þau sem hafa verið hvað gagnrýnust á stefnu og aðgerðaleysi hans í efnahagsmálum.

Þau yrðu með því samsek, koma þannig fram með ábyrgari gagnrýni og breikka um leið þann grundvöll sem Geir hefur til að byggja á í sinni ákvarðanatöku.

Sá sem hlustar bara á jábærður sína heyrir ekki neitt.

Það er fyrir löngu kominn tími fyrir vísmannaráð í efnahagsmálum þjóðarinnar.


mbl.is Segir ráðningu efnahagsráðgjafa sýna vandræðagang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mikið  til í þessu, en heldur þú virkilega að Tryggvi Herbertsson sé  undirlægja. Það efast ég stórlega um. Vona að hann leiti til þeirra Þorvaldar og Guðmundar.

Sigurður Þorsteinsson, 20.7.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég held að hann sé einmitt ekki undirlægja.

Gestur Guðjónsson, 20.7.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Gestur , ég get nú ekki séð að Þorvaldur og Guðmundur hafi verið óábyrgir í málflutningi sínum undanfarið , þar sem allt sem þeir hafa sagt er að koma fram.

Tryggvi er enginn undirlægja en gleymum því ekki að hann er orðinn bankastjóri í stórum fjárfestingabanka. Hann er nú varla ráðinn til að leiðbeina Geir um hvernig best megi koma í veg fyrir áföll hjá almennum borgurum þessa lands.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 20.7.2008 kl. 16:11

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tek alveg undir það með þér Jóhannes að ég deili ekki alltaf skoðun með Guðmundi og sjaldan með Þorvaldi. Það þýðir ekki að ekki eigi að hlusta á ráð þeirra. Það er svo góðra stjórnenda að taka afstöðu til þeirrar ráðgjafar sem þeir koma með hver fyrir sig.

Gestur Guðjónsson, 20.7.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband