Ekki skipta um hest í miðri á

Jafnvel þótt ég sé sannfærður um það að það væri landi og þjóð til heilla að Framsókn væri í ríkisstjórn, væri glapræði að hringla í stjórnarsamstarfinu eða yfirstjórn Seðlabankans akkurat núna.

Þeir sem eru best inni í málum eiga að halda áfram, tryggja fjármálastöðugleika með öllum ráðum, útvega stórt lán, fá lífeyrissjóðina með okkur í lið og gera samninga við erlenda seðlabanka.

Að því loknu eiga þeir að gefa þjóðinni skýrslu um hvað í veröldinni fékk þá, ein stjórnvalda í hinum vestræna heimi, til að bregðast ekkert við alþjóðlegri fjármálakreppu fyrr en öll ljós voru orðin rauð og hvað það hefur kostað þjóðina.

Í framhalidnu er svo rétt að skoða hvað eigi að gera...


mbl.is Ræddu aldrei stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú heldur það já.... finnst þér Guðni trúverðugur stjórnmálamaður og finnst þér efnahagsstjórn síðasta kjörtímabils trúverðug... svei mér þá ef þetta er ekki afneitun á hástigi

Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband