Hin raunverulega þjóðstjórn

Það er greinilegt að ASÍ og SA ásamt lífeyrissjóðunum, sem eru undir stjórn þeirra, eru hinir raunverulegu gerendur í íslenskum stjórnmálum í dag.

Þegar fulltrúar þeirra koma svo á fund ríkisstjórnar Íslands er vonandi að ráðherrar hennar átti sig betur en í vor á því að hún þarf að gera meira en að lepja te og hlusta. Það þarf að taka mark á þeim og ræða við þá, leggja fram hugmyndir og komast að sameiginlegri niðurstöðu.

SA, ASÍ og ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eiga nú að mynda þjóðstjórn í efnahagsmálum.

Aðrir aðilar, eins og stjórnarandstaðan, sérfræðingar stjórnarráðsins, Seðlabankans, bankanna, HÍ og fleiri aðila eiga svo að koma að með sínar greiningar, tillögur og álit, en ákvarðanirnar á að taka við borð þessarar þjóðstjórnar.

Staðan eins og hún er nú hlýtur að fá ráðherrana til að stíga niður úr fílabeinsturninum og taka þátt í íslensku þjóðlífi, því annars er eins víst að SA og ASÍ fari í eigin ráðstafanir óháð ríkisstjórninni sem þar með utan þessarar þjóðstjórnar.


mbl.is Fundi frestað fram eftir degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband