Ábyrgð...

Mér finnst undarlegt að Björgólfur Thor skuli kenna Seðlabankanum og íslenskum stjórnvöldum um fall Icesave.

Ég hélt að það væru stjórnendur og eigendur fyrirtækja sem bæru fyrst og fremst ábyrgð á þeim og það ætti einnig við um banka.

Í því fólst jú einkavæðingin.

Í Kompásviðtalinu komst hann alveg hjá því að svara því af hverju hann hefði ekki lagt fram það fé sjálfur sem bresk yfirvöld kröfðust. Eins komst hann hjá því að svara því, fyrst þessi veð voru svona góð, af hverju bresk yfirvöld hafi ekki tekið þau góð og gild.

Hvað stjórnvöld gera svo þegar fyrirtækin eru komin í þrot og hversu gáfulega þau hafi hagað sér með þau er svo annað mál.

En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá eigendum og stjórnendum fyrirtækjanna sjálfra.


mbl.is Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hvar ætli allir þessir peningar sem lagðir voru inn á Icesave séu? Varla hafa þeir gufað upp. Voru þeir ekki lánaðir einhverjum sem væntanlega munu greiða skuld sína einhvern tíman?

Ágúst H Bjarnason, 27.10.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Björgólfur eldri var að monta sig af því í vikunni að hann hefði flutt pening heim til Íslands.

Ætli það sé ekki skýringin?

Gestur Guðjónsson, 27.10.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það lausafé sem var inni á IceSave reikningum ryksugaðist út þaðan þegar breskir reikningseigendur fylltust örvæntingu og drógu margir út innistæður sínar á stuttum tíma. Þetta var einfaldlega gamaldags "run on the bank", það sem eftir situr eru pappírsverðmæti og eignir sem eru að stóru leyti óaðgengilegar vegna þvingaðrar rekstrarstöðvunar af hálfu breskra stjórnvalda. Fyrir vikið er nánast engin leið að verðmeta þær í þessu óvissuástandi, hvað þá að reyna að selja þær nema þá e.t.v. á einhverskonar brunaútsölu, því framtíð þessara eigna er í fullkominni óvissu. Það er olíklegt að Bretar muni mega vera að því á næstunni að "afþíða" þessar eignir og ekki viljum við leyfa þeim að fara með skiptastjórn yfir íslensku fyrirtæki þó það sé í greiðslustöðvun.

Það gáfulegast sem væri hægt að gera i þessu núna væri að leggja strax mikinn kraft í undirbúning lögsóknar á hendur breskum yfirvöldum og knýja fram skaðabætur. Einnig og ekki síst að taka málið upp aftur og ítrekað við alþjóðlegar stofnanir eins og t.d. NATO, og rifja upp gamla takta úr þorskastríðunum til að klekkja á þeim með. Fara nógu andskoti mikið í taugarnar á þeim, og passa að láta það leka yfir í pólitíkina á Bretlandseyjum. Geir & co. gætu t.d. sett sig í samband við kollega sína í breska Íhaldsflokknum og matað þá með áróðri gegn Brown og Darling, hehe... bara pæling.

Ísland lengi lifi!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2008 kl. 23:35

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Landsbankamenn sögðu bretum að þeir ætluðu bara að geyma peningana í bretlandi. Í því hlýtur að felast að þeir hafi ætlað að hafa peningana á handbæru formi. Ég sé reyndar ekki bissnissin í því, en hafi þeir sagt það, verður að standa við það og það hafa þeir ekki gert.

Held að stóra plottið fyrir okkur núna sé að fara í mál við þá en láta um leið fréttast að við séum að ræða við Frankfurt og hóta þeim að við munum fara massíft í að grafa undan London sem fjármálamiðstöð.

Það geta verið okkar nýju víraklippur.

Gestur Guðjónsson, 28.10.2008 kl. 00:13

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mín skoðun er sú Gestur að viðkomandi eigendur banka sem einkafyrirtækja beri ábyrgð á starfssemi þeirra en ríkið ber ábyrgð á starfsumhverfinu, regluverkinu kring um starfssemina.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.10.2008 kl. 01:56

6 Smámynd: persóna

Davíð ber ábyrgð, punktur.

persóna, 28.10.2008 kl. 17:59

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

sammála Guðrún, en auðvitað verður þjóðin að standa við sínar skuldbindingar.

Ábyrg. Davíð er ekki einn í heiminum, þótt hann beri vissulega ábyrgð.

Björn: ég var einmitt að skrifa um það sem ekki kom fram í viðtalinu

Gestur Guðjónsson, 28.10.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband